Fara í efni

Amazon pantar 1800 Mercedes-Benz rafmagnsbíla

Fréttir

Amazon hefur pantað 1.800 Mercedes-Benz rafmagns atvinnubíla til að lækka kolvetnisspor fyrirtækisins og auka hagkvæmni í rekstri sínum. Meirhluti bílanna mun fara í notkun strax á þessu ári. Um er að ræða 1.200 eSprinter rafmagns atvinnubíla og 600 eVitos bíla. Af þessum 1.800 Mercedes-Benz atvinnubílum verða 800 teknir í notkun í Þýskalandi og 500 í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Amazon. Jeff Bezos, forstjóri Amazon, segir að þessi stóri samningur við Daimler, eiganda Mercedes-Benz, sé mikilvægur í þeirri vegferð Amazon að gera bílaflota sinn þann umhverfismildasta í heimi.

Þetta er stærsti einstaki samningur sem Mercedes-Benz hefur gert varðandi sölu á atvinnurafbílum sínum en slær þó ekki út risastóran samning sem fyrirtækin tvö gerðu árið 2018 um kaup Amazon á 20.000 atvinnubílum frá Mercedes-Benz. Þeir bílar voru þó allir með dísil- og bensínvélum. Nú hyggst Amazon rafvæða flota sinn á næstu misserum með Mercedes-Benz rafmangs atvinnubílum.

Mercedes-Benz hefur lagt mikla áherslu á rafvæðingu bílaflota síns bæði hvað varðar fólksbíla og atvinnubíla. Nýjustu gerðirnar eSprinter og eVito eru hreinir rafbílar með engan útblástur. Bílarnir eru með mikið afl og góða aksturseiginleika og eru vel búnir nýjustu tækni og aksturskerfum frá Mercedes-Benz.