Fara í efni

Allt á hjólum, stórbílasýning í Fífunni 9. og 10. maí

Fréttir

Suzuki umboðið mæt­ir með fjöl­breytt bíla­val á sýn­ing­unni Allt á hjól­um sem hald­in verður í Fíf­unni um helg­ina. Þar á meðal verður frum­sýnd­ur glæ­nýr og breytt­ur Vit­ara. 

Nýi jepp­inn kem­ur með öfl­uga fjórdrif­inu ALL­GRIP 4x4, 1,6 lítra bens­ín og disel­vél, bein­skipt­ur og sjálf­skipt­ur, leiðsögu­kerfi með snerti­skjá, auk þess sem hann er bú­inn þæg­inda­búnaði eins og lykla­lausri opn­un ásamt ræsi­hnappi í mæla­borði. 

„Vit­ara er með sport­legt og fal­legt út­lit að inn­an sem utan, auk þess sem hann þykir með sér­lega góða akst­ur­seig­in­lega. Vit­ara er létt­ari en hann var áður sem skil­ar sér í mun spar­neytn­ari bíl,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Einnig verður frum­sýnd­ur Swift Sport 4 dyra með afl­meiri vél, sport­fjöðrun og 6 gíra bein­skipt­ingu. Hann er með 1,6 lítra bens­ín­vél sem skil­ar 136 hest­öfl­um, tvö­földu púst­kerfi, vind­skeið að aft­an og xenon aðalljós. Að inn­an er hann bú­inn sport­sæt­um og hlaðinn tækni­búnaði. 

„Við sýn­um að sjálf­sögðu líka rúm­góða fjöl­skyldu­bíl­inn S-Cross, bíll sem set­ur ný viðmið í sportjeppa­flokki. Hann er ein­stak­lega rúm­góður og með eitt stærsta far­ang­urs­rými í sín­um stærðarflokki. S-Cross er bæði til bein­skipt­ur og sjálf­skipt­ur, með bens­ín og disel­vél ásamt því að vera með ALL­GRIP 4x4 sem skil­ar sér ríkri akst­urs­ánægju og um leið mun spar­neytn­ari bíl en áður. 

Fjór­hjóla­drifni sport­bíll­inn  Kizashi verður einnig á sýn­ing­unni, bíll með sport­legt og yf­ir­vegað út­lit og ein­stak­lega vandaða og vel út­færða inn­rétt­ingu. Í Kizashi sam­ein­ast frá­bær­ir akst­ur­seig­in­leik­ar og ánægja í akstri. Við sýn­um einnig mótor­hjól, ut­an­borðsvél­ar og Suzum­ar slöngu­báta, að auki verðum við líka með EL-GO raf­mangs­vespurn­ar og raf­magns­reiðhjól­in vin­sælu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Suzuki-umboðinu.