Fara í efni

Aðalfundur Bílgreinasambandsins haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 6. apríl 2017.

Fréttir

Einn mikilvægasti aðalfundur BGS í mörg ár!

Aðalfundur hefst kl. 14:00 í Setrinu

 Kl. 14:00 – 14:15     Setning fundar

                                    Jón Trausti Ólafsson formaður Bílgreinasambandsins.

Kl. 14:15 – 17:00      Venjuleg aðalfundarstörf

Dagskrá skv. 8. gr. laga Bílgreinasambandsins:

1.    Skýrsla stjórnar.

2.    Reikningar bornir upp til samþykktar.

3.    Kosning formanns.

4.    Kosning stjórnar og varamanna.

5.    Lagabreytingar.

6.    Önnur mál.*

 

Kl. 17:00 – 18:00     Léttar veitingar í boði Bílgreinasambandsins.

Menn eru hvattir til að taka daginn frá og skrá sig á aðalfundinn ásamt því að taka þátt í umræðum og hitta aðra í greininni. 

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og takið fram fjölda frá hverju fyrirtæki á netfangið: bgs@bgs.is eða í síma 568-1550 

 

*Breytingar á Bílgreinasambandinu  

Á þessum aðalfundi Bílgreinasambandsins (hér eftir nefnt „BGS“) verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag sambandsins og fer sú umræða fram undir liðnum „önnur mál“. Þar af leiðandi verða í það minnsta eftirfarandi málefni tekin fyrir undir liðnum:

  1. Umræður um breytingar á starfsemi BGS.
  2. Kosning meðal félagsmanna um hvor af eftirfarandi tveimur leiðum verði farin:

Tillaga A

Bílgreinasambandið verði eflt í núverandi mynd með því að bæta við einum starfskrafti.

Tillaga B

Bílgreinasambandið sæki um aðild að Samtökum iðnaðarins.

Stjórn  BGS hefur undanfarin misseri lagt töluverða vinnu í að skoða alla þá kosti er best væru til þess fallnir að efla og bæta enn frekar starfsemi sambandsins. Ljóst er að hlutverk BGS hefur vaxið mikið á síðustu árum og málum sem það þarf að sinna fjölgað umtalsvert, bæði hvað varðar magn og fjölbreytni.  Nafn BGS sem málsvari bílgreinarinnar er orðið stærra og þekktara en áður var. Þá hafa kröfur félagsmanna til sambandsins um þjónustu og upplýsingagjöf með tímanum orðið fjölbreyttari og fleiri en áður þar sem bæði viðfangsefni félagsmanna eru orðin flóknari og kröfur viðskiptavina að sama skapi.

Stjórn BGS hefur eftir ítarlega skoðun komist að þeirri niðurstöðu að helst sé um tvær leiðir að ræða til að tryggja og treysta rekstur sambandsins til framtíðar. Önnur leiðin er að ganga til liðs við SI og hafi félagsmenn þá aðgang að þekkingu og mannafla sem SI hafa yfir að ráða sbr. nánar á heimasíðu samtakanna www.si.is 

Hin leiðin er að efla Bílgreinasambandið í núverandi mynd með því að bæta við starfsmanni með ákveðna sérþekkingu sem best myndi gagnast félagsmönnum. Þjónusta við félagsmenn yrði þannig aukin m.a. með aukinni upplýsingagjöf og ráðgjöf. Þannig yrði komið til móts við félagsmenn vegna sívaxandi krafna og aukinna verkefna. 

Stjórn BGS leggur því til að fram fari kosning meðal félagsmanna á aðalfundi sambandsins þar sem kosið verður um hvor af framangreindum leiðum verði farin.