Fara í efni

Að loknum vel heppnuðum aðalfundi BGS

Fréttir

Stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins var end­ur­kjör­in á vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins er haldin var s.l. fimmtudag. Í stjórn eru Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju sem jafnframt er formaður, Skúli K. Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri hjá BL, Sverr­ir Gunn­ars­son, frá Nýspraut­un, Lár­us Sig­urðsson, for­stjóri Bílanaust, Ein­ar Sig­urðs­son frá Bif­reiðaverk­stæði Reykja­vík­ur, Stein­grím­ur Birg­is­son, for­stjóri Hölds, og Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu. Vara­menn eru Atli Vil­hjálms­son frá Betri bíl­um og Bene­dikt Eyj­ólfs­son frá Bíla­búð Benna.

Fundurinn hófst á málstofu þar sem  Gísli Hauks­son, for­stjóri Gamma, Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds og Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur héldu fróðleg og uppbyggileg erindi. Gísli Hauksson fjallaði um fjár­fest­ingaþörf í sam­göngu­mann­virkj­um. Gísli sagði meðal ann­ars að mjög mikið vantaði upp á fjár­fest­ing­ar í sam­göngu­mann­virkj­um á Íslandi. Gísli sagði enn­frem­ur að mikl­ir fjár­mun­ir töpuðust ár­lega vegna ágangs á þau sam­göngu­mann­virki sem fyr­ir eru vegna auk­inn­ar um­ferðar og það væri mjög mik­il­vægt að end­ur­nýja og bæta við sam­göngu­mann­virkj­um. Hann sagði afar brýnt að ráðast í gerð Sunda­braut­ar og tvö­föld­un­ar í Hval­fjarðargöng­un­um.

Að loknum fundi var boðið uppá léttar veitingar þar sem menn náðu að ræða málin og treysta böndin.