Fara í efni

5 nýir bílar frumsýndir hjá BL í janúar

Fréttir

Það verður mikið um að vera hjá BL við Sæv­ar­höfða á næstu vik­um því alls frum­sýn­ir fyr­ir­tækið fimm nýj­ar kyn­slóðir bíla frá fra­leiðendun­um Mini, Nis­s­an, Renault og Su­baru.

Mini

Mini ríður á vaðið þegar fyrsti raf­bíll fram­leiðand­ans, Mini Cooper SE, verður frum­sýnd­ur. Um er að ræða þriggja dyra út­gáfu Mini Cooper SE. Raf­drif­inn Mini er með 184 hestafla raf­mótor sem skutl­ar hon­um í 100 km. hraða á klst. á aðeins 7,3 sek. Nýr raf­drif­inn Mini verður fá­an­leg­ur í þrem­ur út­búnaðarút­færsl­um.

Nýr Su­baru For­ester verður nú í fyrsta sinn frum­sýnd­ur með e-Boxer Hybrid raf­tækni. For­ester er fyrsti bíll Su­baru sem bú­inn er þess­ari nýju véla­tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bens­ín­boxervél og 12 hestafla raf­mótor vinna sam­an og gera öku­manni kleift við ákveðnar aðstæður að aka bíln­um ein­göngu á raf­mótorn­um áður en aðal­vél­in ræsist.

„Tækn­in dreg­ur úr eldsneyt­is­notk­un og meng­andi út­blæstri og er sér­stak­lega þægi­leg og þýð í borg­arakstr­in­um. Öll hönn­un varðandi fyr­ir­komu­lag og staðsetn­ingu nýju tækn­inn­ar trygg­ir sem fyrr lág­an og dreifðan þyngd­arpunkt til að veita mik­inn stöðug­leika og ör­yggi í akstri sem eru meðal helstu aðals­merkja Su­baru. Nýr For­ester fékk í des­em­ber fullt hús ör­ygg­is­stiga í árekstra- og ör­yggis­próf­un­um Euro NCAP,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Nýr Capt­ur og Clio frá Renault

Renault Capt­ur og Clio hafa fengið hressi­leg­ar upp­lyft­ing­ar með nýj­um fram­end­um, fal­leg­um inn­rétt­ing­um og nýrri tækni. Capt­ur hef­ur tekið sport­leg­um út­lits­breyt­ing­um auk þess sem farþega­rýmið hef­ur verið end­ur­hannað og stækkað. Þá er Capt­ur enn­frem­ur á nýj­um und­ir­vagni sem ger­ir hann enn hæf­ari til akst­urs á mis­jöfn­um veg­um en áður. Renault Clio, sem hef­ur í 30 ár verið einn sölu­hæsti bíll­inn í sín­um flokki í Evr­ópu, hef­ur líka tekið fáguðum en um leið sport­leg­um breyt­ing­um auk þess sem  inn­rétt­ing­in er öll ný­stár­legri og full af spenn­andi tækni. Nýir Capt­ur og Clio hafa báðir hlotið fullt hús ör­ygg­is­stiga Euro NCAP.

Nýr sport­legri og tækni­vædd­ari Nis­s­an Juke

Enda­hnút­inn á þétt­ar frum­sýn­ing­ar hjá BL næstu vik­urn­ar slær nýr og end­ur­hannaður 117 hestafla Nis­s­an Juke. Bíll­inn er á nýj­um og stærri und­ir­vagni sem bæt­ir í senn rými og þæg­indi fyr­ir öku­mann og farþega auk þess að bæta stöðug­leika og ör­yggi í akstri.

Juke er bú­inn marg­vís­legri nýrri tækni á sviði ör­ygg­is og þæg­inda, svo sem akst­ursaðstoðar­kerf­inu Nis­s­an ProPI­LOT, og afþrey­ing­ar­kerf­inu Nis­s­an Conn­ect sem tengj­ast snjall­for­rit­um á borð við Apple Car Play og Google. Nýr Juke hef­ur einnig hlotið fullt hús ör­ygg­is­stiga hjá Euro NCAP.