Fara í efni

5 ára ábyrgð á öll­um fólks­bíl­um frá Heklu

Fréttir

Frá og með deg­in­um í dag fylg­ir 5 ára ábyrgð öll­um nýj­um fólks­bíl­um frá Heklu. Ábyrgðin gild­ir fyr­ir fólks­bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsu­bis­hi.

„Þjón­usta við viðskipta­vini er okk­ur einkar hug­leik­in og auk­in ábyrgð á fólks­bíl­um er liður í því að auka þjón­ust­una enn frek­ar,“ seg­ir Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu í til­kynn­ingu.

„Við inn­leidd­um þessa ábyrgð hjá Mitsu­bis­hi fyr­ir rúmu ári og Audi í upp­hafi árs við mikla ánægju viðskipta­vina. Nú hef­ur opn­ast sá mögu­leiki frá fram­leiðend­um að bjóða einnig uppá 5 ára ábyrgð fyr­ir aðra fólks­bíla frá Heklu. Við til­kynn­um því í dag með mik­illi ánægju að 5 ára ábyrgð fylg­ir öll­um nýj­um fólks­bíl­um frá Heklu frá og með 1. októ­ber 2016,“ bæt­ir Friðbert við.

Um ábyrgðar­skil­mál­ana má lesa á heimasíðu Heklu.