Fara í efni

4MATIC sýning á Menningarnótt

Fréttir

Bílaumboðið Askja býður til glæsilegrar 4MATIC sýningar á Menningarnótt. 4MATIC er eitt fullkomnasta aldrifskerfi sem völ er á og er nú í boði í öllum gerðum sjálfskiptra bíla frá Mercedes-Benz.

Kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni - jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega.

Sýningin er í Öskju á laugardag kl. 12-16 að Krókhálsi 11. Kaffiveitingar verða í boði og við tökum fullan þátt í menninguni því Kammerhópurinn Stilla spilar fyrir gesti.