Fara í efni

31% aukning í nýskráningum fólksbíla á síðasta ári.

Fréttir

Sala á nýjum fólksbílum frá 1–31 desember sl. jókst um 39% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili voru 403 stk. á móti 290 í sama mánuði 2013 eða aukning um 113 bíla. Samtals voru nýskráðir 9536 fólksbílar á árinu 2014 á móti 7274 stk árið 2013 eða 31% aukning milli ára.

Salan á nýjum bílum á árinu 2014 var nokkuð góð og fór framúr þeim væntingum er Bílgreinasambandið átti von á í upphafi árs. Aukninguna má rekja að stórum hluta til endurnýjunar á fjölskyldu og atvinnubílum en  þörfin á endurnýjun var orðin brýn þar sem meðalaldur bíla hér á landi er hár. Ytri skilyrði hafa verið greininni hagstæð því bæði hefur krónan styrkst sem og innflytjendur hafa náð hagstæðum samningum við sína byrgja.  Þetta hefur allt gert það að verkum að verð á nýjum bílum hefur verið hagstætt sem og opnast hefur fyrir hagstæða lánamöguleika.

Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum síðasta árs er 46,8% en samtals nýskráðir bílaleigubílar á árinu 2014 voru 4472. 

Við erum bjartsýn fyrir árið sem nú er gengið í garð og reiknum með áframhaldandi góðri sölu á nýjum bílum.  Nýir bílar stuðla að auknu umferðaröryggi og minni mengun en gríðarlegar framfari hafa orðið hvað það varðar á allra síðustu árum.

Bílgreinasambandið spái því að nýskráðir fólksbílar á árinu 2015 verði uþb. 10.800 stk.segir  Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.