Rétt rúmlega 1000 bílar voru skráðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það er næstum fjórðungsaukning frá í fyrra.
Sala á nýjum bílum í febrúar jókst um 30,3% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 495 á móti 380 í sama mánuði 2013 eða aukning um 115 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.037 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 23,5% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 293 bílaleigubílar
„Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Þörfin fyrir endurnýjun er orðin mjög brýn og enda gamlir bílar dýrir í rekstri og því er endurnýjun flotans í ágætum farvegi,“ segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins