Fara í efni

20,4% aukning bílasölu í nóvember samanborið við fyrra ár

Fréttir

Sala á nýjum bílum frá 1–30 nóvember sl. jókst um 20,4% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili eru 955 á móti 793 í sama mánuði 2015 eða aukning um 162 bíla.

Samtals hafa verið skráðir 17.808 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 35% aukning frá fyrra ári. 

Bíleigubílar eru nú sem fyrr stór hluti af nýskráningum eða 8696 stk sem gera um 49% af heildinni á þessum 11 mánuðum ársins. Ört vaxandi fjöldi ferðamanna til landsins kallar á aukinn fjölda bílaleigubíla. segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.