Nýr og enn betri Mitsubishi Outlander PHEV var frumsýndur í lok september og síðustu helgi var fyrsta sendingin afhent á einu bretti í sýningarsal Mitsubishi við hátíðlegt tilefni. „Við fundum strax fyrir mjög mikilli eftirvæntingu eftir nýjum Outlander PHEV og það var fljótt ljóst að fyrsta sendingin yrði seld á augabragði,“ segir Guðmundur Snær Guðmundsson í söludeild Mitsubishi. „Okkur fannst tilvalið að halda afhendingardaginn svolítið hátíðlegan og bjóða fólki á kynningu á bílnum og að þiggja léttar veitingar. Í tilefni dagsins röðuðum við allri sendingunni í stæðin fyrir framan sýningarsalinn okkar og það kom mjög vel út og vakti lukku. Við erum að vonum ánægð með þessar frábæru undirtektir og ný sendingin af Outlander PHEV er væntanleg. “segir Guðmundur.
Outlander PHEV hefur notið mikilla vinsælda frá kynningu hans árið 2013 og er mest seldi bíllinn á Íslandi í dag. Útlitið á nýjum Outlander PHEV hefur verið poppað upp með með skarpari línum en breytingarnar eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og snúa að meiri sparneytni og afkastagetu. Þannig státar hann nú af enn meiri sparneytni og bættum aksturseiginleikum, auknum afköstum, endurbættu aldrifi og meiri þægindum á öllum sviðum.