Fara í efni

1000 nýir bíl­ar frá BL

Fréttir

Bíla­sala hér­lend­is virðist held­ur vera að rétta úr kútn­um og er það vel, ekki síst með til­liti til þess að bíla­floti lands­manna er orðinn býsna gam­all.

Til marks um vænk­andi hag fyr­ir­tækja á vett­vangi bíla­sölu er að á dög­un­um af­henti bílaum­boðið B&L eittþúsund­asta nýja bíl­inn á ár­inu. „Við erum að von­um glöð með ár­ang­ur­inn þessa fyrstu fimm mánuði árs­ins,“ sagði Loft­ur Ágústs­son, markaðsstjóri B&L. „Við erum reynd­ar ekki búin að gleyma ár­inu í fyrra þegar sal­an fór vel af stað en svo kom aft­ur­kipp­ur sem við vor­um að súpa seyðið af fram eft­ir öllu ári. Það er okk­ar von að sal­an kom­ist í eðli­legt horf og sú end­ur­nýj­un­arþörf sem er til staðar skili sér með jöfn­um og eðli­leg­um hætti enda er það holl­ast fyr­ir bíla­fyr­ir­tæk­in og um leið þjóðfé­lagið.“

Eins og við er að bú­ast er mest spurt um spar­neytna millistærðarbíla, að sögn Lofts, og viðskipta­vin­ir kynna sér vel það sem er í boði og reyna að vanda valið. „Við höf­um verið svo lán­söm að fá á und­an­förn­um miss­er­um inn nýja bíla sem passa vel við það sem fólk er að leita að og má í því sam­bandi nefna nýj­an Nis­s­an Qashqai, spenn­andi nýj­ar gerðir af Renault og nýja i10 bíl­inn frá Hyundai,“ bæt­ir Loft­ur við.

jonagn­ar@mbl.is