Fara í efni

100 þúsund Cross­land X seld­ir

Fréttir

Frétt af mbl.is

Eitt af nýj­ustu út­spil­um Opel, Cross­land X, hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn á Evr­ópu­markaði. Þar hafa yfir 100 þúsund bíla­kaup­end­ur tryggt sér ein­tak nú þegar.

Bíll­inn var frum­sýnd­ur hér­lend­is nú á dög­un­um í nýj­um sýn­ing­ar­sal Opel og SsangYong á Krók­hálsi 9.

„Cross­land X gegn­ir lyk­il­hlut­verki í nýrri markaðssókn okk­ar á alþjóðavísu,“ seg­ir Peter Kus­bert, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðsmá­la hjá Opel, í til­kynn­ingu.

„Cross­land X ásamt öðrum fjöl­skyldumeðlim­um í nýju X bíla­lín­unni frá Opel, Mokka X og Grand­land X, sem all­ir verða fá­an­leg­ir á öll­um mörkuðum okk­ar á ár­inu, gegna stóru hlut­verki í vexti Opel til framtíðar,“ seg­ir Peter. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Bíla­búð Benna hef­ur Cross­land X fengið svo góðar viðtök­ur að hann seld­ist upp í fe­brú­ar. Mars send­ing­in er langt á veg kom­in og byrjað er að selja bíla til af­hend­ing­ar í apríl.

„Cross­land X er greini­lega að svara þörf­um margra Íslend­inga og nú um helg­ina mun­um við svo frum­sýna Mokka X á Krók­hálsi og verður spenn­andi að sjá viðbrögðin,“ seg­ir Bene­dikt Eyj­ólfs­son, for­stjóri Bíla­búðar Benna.

https://www.mbl.is/bill/frettir/2018/03/14/100_thusund_crossland_x_seldir/