Fara í efni

100% rafknúinn Jeep Avenger er bíll ársins 2023

Fréttir

100% rafknúinn Jeep Avenger er bíll ársins 2023

Rafmagnað frelsi er framtíðin – Forsala hafin

Jeep Avenger, fyrsti alrafknúni bíllinn sem Jeep sendir frá sér, hefur verið valinn bíll ársins í Evrópu 2023. Með þessum virtu verðlaunum bætist Avenger í stóran hóp verðlaunabíla Jeep. Íslensk-Bandaríska ehf, ISBAND umboðsaðili Jeep á Íslandi hefur hafið forsölu á Jeep Avenger, en reiknað er með að fyrstu bílar komi til landsins í júlí/ágúst.

Jeep Avenger þykir samræma djarfa hönnun við mikinn áreiðanleika og fjölhæfni í akstri, en hann er bæði lipur og öflugur með 20 cm veghæð og með 400 km meðal drægni og allt að 550 km í innanbæjarakstri

Verðlaunin eru veitt af óháðum fagaðilum og þykja ein mesta viðurkenning sem bíll getur hlotið.

Bíll ársins er valinn af 57 fulltrúum sem hver um sig hefur 25 stig til að deila á milli bílanna sjö sem keppa um efstu sætin. Sigur Jeep Avenger í keppninni var nokkuð afgerandi en hann fékk næstum fullt hús stiga. Fyrir neðan má sjá dreifingu stiganna. Að þessu sinni voru fimm af bílunum sjö 100% rafknúnir.

  1. Jeep Avenger – 328 stig
  2. Volkswagen ID.Buzz – 241stig
  3. Nissan Ariya – 211 stig
  4. Kia Niro – 200 stig
  5. Renault Austral – 163 stig
  6. Peugeot 408 – 149 stig
  7. Subaru Solterra/Toyota bZ4X – 133 stig

Tilkoma Jeep Avenger á markað í Evrópu markar upphaf nýrra rafknúinna tíma hjá Jeep. Fyrirtækið stefnir á að kynna fjóra nýja rafbíla til leiks fyrir árið 2025. Fyrir lok 2030 er stefnt á allir bílar frá Jeep verði 100% rafknúnir.

Hægt er að tryggja sér eintak af Jeep Avenger í forsölu á með því að senda tölvupóst á avenger@isband.is eða hafa samband við sölumenn ÍSBAND í síma 590 2300 og á jeep.is