Fara í efni

Öryggisinnkallanir

Bílgreinasambandið er einn af þeim aðilum sem taka þátt í verkefni um öryggisinnkallanir bíla. Snýst verkefnið um að gera einstaklingum og fyrirtækjum kleyft að fletta upp bifreiðum eftir bílnúmerum eða VIN númerum og sjá hvort það hvílir á bílnum opin öryggisinnköllun frá framleiðanda. Um mikið öryggisatriði er að ræða því eðli málsins samkvæmt er mikilvægt að allir bílar skili sér í öryggisinnkallanir til að ganga megi úr skugga um að þeir uppfylli allar þær öryggiskröfur sem framleiðendur sjálfir setja sér með ströngum hætti.

Nú hefur verið opnuð vefgátt þar sem hægt er að fletta bílum upp, en fyrir hönd vinnuhópsins sá Neytendastofa um að útbúa og virkja vefgáttina. Nú þegar hafa mörg bílaumboð byrjað að skrá bíla inn í gagnagrunninn og enn fleiri umboð bætast við á næstunni.

Upplýsingar af vef Neytendastofu:

Framleiðendur og umboðsaðilar þeirra ber að tilkynna stjórnvöldum um innköllun sem getur reynst nauðsynleg til að tryggja öryggi ökutækjanna. Mikilvægt er að eigendur ökutækja færi ökutæki sín til þjónustuaðila hér á landi sem hefur umboð til að gera viðeigandi lagfæringar. Í því skyni að auðvelda neytendum og bifreiðaeigendum að geta kannað á fljótvirkan hátt hvort bifreið þeirra hefur verið innkölluð hefur Neytendastofa tekið í notkun rafræna innköllunargátt fyrir bifreiðar. Allar bifreiðar bera einkvæmt einkennisnúmer - VIN númer - sem er kennitala bifreiðarinnar og er skráð í skráningarskírteini auk öktækjanúmer sem er skráð í ökutækjaskrá Íslands. Neytendur slá því inn VIN númer eða númer öktuækisins og ef innköllun hefur verið gerð er viðkomandi bent á að leita til þjónustuaðila.

Gáttin er opin til notkunar öllum ábyrgðaraðilum sem selja og markaðssetja bifreiðar hér á landi.

Eftirtaldir aðilar hafa fært inn í þessa rafrænu öryggisgátt fyrir öryggisinnköllun bifreiða og munu færa þar inn reglulega upplýsingar um hvort innköllun hafi verið tilkynnt frá framleiðanda bifreiðarinnar: Hekla hf., Bílabúð Benna, BL á Íslandi, Brimborg, Hyundai á Íslandi ehf. en á næstunni bætast við Askja, Ísband og Suzuki.

Athugið!: Neytendstofa bendir á að ef bifreiðar hafa verið fluttar inn sjálfstætt eða sem hluti af búslóð af öðrum markaðssvæðum þá verða neytendur að leita eftir öðrum leiðum hvort innköllun hafi átt sér stað á því markaðssvæði þaðan sem bifreiðin var flutt inn frá. Neytendur geta leitað til sinna umboðsaðila með spurningar varðandi öll mál er varða innköllun bifreiða.

Þau sem eiga bifreiðar sem fluttar eru til landsins án aðkomu íslenskra bifreiðaumboða er bent á að leita sér upplýsinga um mögulegar innkallanir hjá viðkomandi umboðum eða með öðrum hætti. Fyrir bílategundir sem hafa ekki íslenska umboðsmenn þurfa eigendur að kanna sjálfir mögulegar innkallanir sem kunna að gilda fyrir téðar bifreiðar.

Fletta upp bifreið í vefgátt

Fara á upplýsingasíðu Neytendastofu