Nefndarmenn og starfsmenn
Nefndarmenn úrskurðarnefndar bílgreina eru þrír og eru skipaðir af ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar til þriggja ára í senn. Formaður nefndarinnar er skipaður af ráðherra og eru aðrir nefndarmenn skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu Bílgreinasambandsins og Félag íslenskra bifreiðaeigenda.
Nefndarmenn:
Nefndarmaður og jafnframt formaður nefndar tilnefndur af Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:
Linda Ramdani
Útskrifaðist með B.A. í lögfræði árið 2014 og mag.jur. árið 2016 frá Háskóla Íslands. Hlaut leyfi til málflutnins fyrir héraðsdómi árið 2018. Linda starfar sem lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu hf. Hefur lagt megin áherslu á almenna lögfræðiþjónustu, efnahags- og fjármunabrot, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrot, samkeppnisrétt, samningarrétt og samningagerð, skaðabótarétt, slysamál og stjórnsýslurétt. Hefur verið aðstoðarkennari í Kröfurétti, stjórnsýslurétti og réttarfari við Háskóla Íslands.
Nefndarmaður tilnefndur af Bílgreinasambandinu:
Sverrir Gunnarsson
Lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1993 og meistaranámi í bifvélavirkjun árið 1997. Hefur starfað sem bifvélavirki frá 1990, með hléi á árunum 1996–2000 þegar unnið var hjá Lögreglunni í Keflavík. Stofnaði Nýsprautun í desember 1999, fyrirtæki sem sérhæfir sig í bílamálun, réttingum og almennum bílaviðgerðum og er eigandi þess enn í dag. Nýsprautun var þjónustuaðili fyrir Ræsir og Bernhard og árið 2019 var gerður formlegur þjónustu- og samstarfssamningur við Heklu, sem hefur verið í gildi síðan. Fyrirtækið starfar eftir gæðastöðlum frá VAG (Volkswagen, Skoda, Audi) og MMC, auk þess að vera vottað samkvæmt BGS-staðli. Nýsprautun hefur frá stofnun unnið fyrir öll tryggingafélög landsins, að undanskyldu Verna tryggingafélagi. Árið 2022 keypti Nýsprautun Hjólbarðaþjónustu Reykjaness eftir 40 ára rekstur.
Nefndarmaður tilnefndur af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda:
Jóhann Fannar Guðjónsson.
Er með meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík frá 2015 og lögmannsréttindi frá 2016. Jóhann Fannar lauk bifvélavirkjun frá Borgarholtsskóla 2002 og hefur meistarabréf í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Jóhann Fannar hefur verið lögfræðingur Félags íslenskra bifreiðaeigenda frá 2013. Hann hóf störf sem lögmaður hjá AX lögmannaþjónustu slf. 2019. Frá 2016 til 2018 starfaði hann sem lögmaður hjá Veritas lögmönnum slf. Jóhann Fannar starfaði við bifvélavirkjun frá 2000 til 2014, lengst af starfaði hann hjá BL en síðar hjá Betri bílum ehf og síðar Eðalbílum ehf.
Varamenn:
Varamaður tilnefndur af Bílgreinasambandinu:
Áskell Þór Gíslason
Er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Frá árinu 2011 hefur hann starfað hjá Höldi ehf sem framkvæmdastjóri bílaþjónustu. Í starfi sínu hefur Áskell farsællega komið að úrlausn deilumála utan dómstóla sem upp hafa komið eftir viðgerðir og sölu á bílum. Þá hefur hann haldgóða reynslu af kröfum framleiðenda og hefur innleitt og viðhaldið gæðastöðlum Bílgreinasambandsins, VGA og Mercedes Benz á bílaverkstæði Hölds.
Aðilar sem sitja í nefndum úrskurðarnefndar bílgreina fá ekki þóknun frá seljendum.