Fara í efni

Spurningar og svör

Hvað er úrskurðarnefnd bílgreina?
Úrskurðarnefndin tekur til meðferðar og úrskurðar, eftir því sem reglur þessar gera ráð fyrir, hvers konar kvartanir frá neytendum, bæði innanlands og yfir landamæri, vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu af fyrirtækjum innan Bílgreinasambandsins.

Hver getur kvartað til nefndarinnar vegna ökutækja?
Einstaklingar sem hafa átt í viðskiptum við fyrirtæki sem eiga aðild að Bílgreinasambandinu.

Hvenær er hægt að kvarta til nefndarinnar?
Mál er aðeins tekið til meðferðar af nefndinni, að neytandinn hafi áður reynt að ná fram rétti sínum gagnvart fyrirtækinu skriflega og greitt málskotsgjald.

Málsmeðferð stendur málsaðilum til boða án tillits til þess hvort þeir njóti aðstoðar lögmanns eða annarrar sérfræðiráðgjafar þriðja aðila. Málsaðilum er heimilt að leita sér óháðrar ráðgjafar, láta fulltrúa koma fram fyrir sína hönd eða fá aðstoð þriðja aðila á hvaða stigi málsmeðferðar sem er.

Hvernig kvarta ég til nefndarinnar?
Kvartanir til nefndarinnar skulu vera skriflegar. Nefndin tekur við kvörtunum og fylgiskjölum rafrænt. Í kvörtun skal skilmerkilega gerð grein fyrir ágreiningi milli aðila. Gera skal skýra kröfu um tiltekna niðurstöðu fyrir nefndinni og skal rökstyðja þær með eins ítarlegum hætti og unnt er. 

Hvað kostar að leggja fram kvörtun fyrir nefndina?
Neytandi skal greiða kr. 15.000, - til skrifstofunnar sem er óafturkræft málskotsgjald.

Er einungis hægt að leggja fram kvörtun í gegnum netið?
Já, nefndin tekur einungis við kvörtunum og fylgiskjölum rafrænt.

Get ég lagt fram kvörtun vegna fyrirtækjabíls eða leigðum bíl?
Nei, nefndin tekur einungis við málum frá skráðum eigenda eða skráðum umráðamanni samkvæmt eignaleigusamningi ökutækis.

Hverjir sitja í nefndinni?
Í nefndinni sitja þrír fulltrúar og þrír til vara sem valdir eru til þriggja ára í senn. Stofnaðilar nefndarinnar velja hver sinn aðal- og varamann til setu í nefndinni. Nefndin velur sér formann og varaformann.

Hverjir standa að nefndinni?
Úrskurðarnefndin starfar samkvæmt lögum um úrksurðaraðila á sviði neytendamála. Úrskurðarnefndin tók til starfa árið 2020 og er skráð samkvæmt 1. mgr. 12 gr. laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019.

Er hægt að senda inn kvörtun vegna allra söluaðila eða verkstæða ökutækja? 
Nei, einungis er tekið við málskoti frá neytendum sem hafa átt viðskipti við fyrirtæki sem eiga aðild að Bílgreinasambandinu.

Hvernig sérðu hvort söluaðili eða verkstæði eigi aðild að úrskurðarnefndinni?
Hægt er að nálgast félagatal Bílgreinasambandsins hverju sinni hér.

Hver er meðallengd úrlausnartíma sem nefndin gefur sér?
Nefndin gefur sér 90 daga frá þeim degi er öll gögn máls hafa borist frá báðum aðilum (neytenda og fyrirtæki). Nú er mál mjög flókið og er þá unnt að framlengja frestinn um 90 daga sé ástæða til með tilkinningu til aðila máls. 

Á hvaða tungumálum tekur nefndin við umsóknum?
Nefndin tekur á móti umsóknum á íslensku og ensku og er að finna eyðublöð hér. 

Getur neytandi dregið umsókn sína til baka?
Neytandi getur dregið kvörtun til baka á hvaða stigi máls sem er.

Hvers konar reglur eru grundvöllur úrskurðaraðila við lausn mála (t.d. lagaákvæði, sanngirnissjónarmið, siðareglur)?
Nefndin notist í úrlausn mála við meginreglur íslensks kröfuréttar og samningaréttar, lög um neytendakaup, lög um lausafjárkaup, lög um þjónustukaup, lög um neytendasamninga, lög um vexti og verðtryggingu, lög um öryggi vöru, lög um skaðsemisábyrgð, skaðabótalög, viðeigandi staðla sem gilda um vörur og þjónustu.
Bílgreinasambandið hefur gert það að tilgangi sínum að efla fagleg vinnubrögð innan bílgreinarinnar og er nefnd þessi einn hluti að því að ná þeim markmiðum ásamt því að starfrækja gæðastaðal fyrir fyrirtæki sem starfa á markaði með ökutæki.

Hver eru réttaráhrif úrlausna, þ.m.t. viðurlög við því að fara ekki að þeim ef um er að ræða bindandi úrlausnir, ef við á?
Samkvæmt 1. gr. samþykkta skuldbinda fyrirtækin sig til að fylgja ákvörðun en að þeim sé heimilt undir tilteknum kringumstæðum að tilkynna að þau uni ekki úrskurðinum.