Fara í efni

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020
Innviða- og verkefnastyrkir vegna áherslu stjórnvalda um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 180 m.kr.

1. Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki (s.s. heimsendingaþjónusta, bílaleigur, leigubílar og annar rekstur). Krafa er um eftirfarandi skilyrði:
a. 10 bifreiðar eða 2 hópbifreiðar að lágmarki í flota.
b. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði.

2. Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði (s.s. hleðslustöðvar við sundlaugar, heilsugæslur, skóla, hafnir/flugvelli, heimahjúkrun, félagaþjónustu, vaktbíla).
a. Styrkir geta að hámarki numið 50% af áætluðum stofnkostnaði.

3. Verkefnastyrkir fyrir rekstur í haftengdri starfsemi (s.s. fiskeldi, ferðaþjónusta, smábátar).
a. Með verkefnastyrki er átt við að samstarfsaðilar komi saman að skilgreiningu heildarverkefnis sem lúti bæði að innviðauppbyggingu í landi sem og að búa báta með mestu lengd allt að 15 metrum til nýtingar á endurnýjanlegu eldsneyti. Aðilar að skilgreindu verkefni ákveði hvernig styrkupphæð skiptist á milli hluteigandi aðila. Skilyrði að samkomulag sé til staðar við viðkomandi höfn. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði.

Sjóðurinn áskilur sér rétt til að forgangsraða styrkjum í samræmi við áherslur stjórnvalda við orkuskipti, s.s. líta til þess hversu líklegt er að styrkhæft verkefni hraði orkuskiptum og hversu mikil áhrif það hefur til minnkunar á kolefnisfótspori. Einnig verður horft til dreifingu verkefna um landið og hversu hratt þau eru talin koma til framkvæmda. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna.

Umsóknarfrestur er til 20. október 2020
Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Sími: 569 6083. Netfang: rka@os.is