Fara í efni

Sala nýskráðra fólksbíla í desember

Fréttir

Sala nýrra fólksbíla í desember 2023

Sala nýrra fólksbíla dróst lítið saman í desember samanborið við desember í fyrra. Alls voru skráðir 1.454 nýir fólksbílar nú í desember en voru 1.458 í sama mánuði í fyrra. Er það samdráttur upp á 0,3%.

Hins vegar jókst sala nýrra fólksbíla milli ára. Í ár hafa selst 17.549 nýir fólksbílar samanborið við 16.690 nýja fólksbíla í fyrra. Er það aukning um 5,1% í sölu nýskráðra fólksbíla milli ára.

*Tölur eru YTD

Til einstaklinga seldust 788 nýir fólksbílar í desember samanborið við 842 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 6,4% milli ára. Það sem af er ári hafa selst 7.874 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var sala til einstaklinga 7.007 nýskráðir fólksbílar. Er því aukning í sölu til einstaklinga 12,4% milli ára.

*Tölur eru YTD

Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 538 nýja fólksbíla í desember í ár miðað við að hafa keypt 288 fólksbíla í desember í fyrra og er því aukning þar milli ára 86,8%. Það sem af er ári hafa selst 2.695 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 1.973 nýir fólksbílar og er því aukning milli ára um 36,6%.



*Tölur eru YTD

Ökutækjaleigur keyptu 128 nýjan fólksbíl í desember í ár samanborið við 328 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur á sölu fólksbíla í ökutækjaleigur um 61,0% miðað við sama tímabil fyrir ári. Það sem af er ári hafa verið skráðir 6.973 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 7.552 fólksbíla í fyrra. Er það samdráttur um 7.7% milli ára.

*Tölur eru YTD

Hlutfall rafbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 50,1%. Hybrid koma þar á eftir með 16,5% af sölunni, dísel 13,0%, bensín 10,5% og tengiltvinn 10,0% sem hlutfall sölunnar. Einnig hafa tveir metan, einn vetnis og einn með skráð óþekktan orkugjafa verið seldir á árinu.

Ef við skoðum sölu til einstaklinga og fyrirtækja (annarra en ökutækjaleiga) í desember þá eru 91,7% að velja sér rafbíl, 3,5% tengiltvinnbíl, 2,3% hybrid, 1,5% dísel og 0,9% bensín. Það sem af er ári eru hlutfall rafbíla í nýskráningum fólksbíla 71,7%. Þar á eftir kemur sala tengiltvinnbíla 10,9%, hybrid 9,3%, dísel 5,3% og bensín 2,7% sölunnar.

Í desember var mest selda tegundin Tesla með 547 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Toyota með 377 selda fólksbíla og þriðja mest selda tegundin í desember var KIA með 82 fólksbíla skráða. Þegar árið er skoðað í heild var Tesla mest selda tegundin með 3.547 eða 20,21% markaðshlutdeild, þar á eftir kemur Toyota með 3.001 seldan fólksbíl og 17,10% markaðshlutdeild og KIA er þriðja mest selda tegundin á árinu með 1.959 selda fólksbíla eða 11,16% markaðshlutdeild.