Fara í efni

Ný og langdrægari Kona

Hyundai á Íslandi kynn­ir á morg­un laug­ar­dag­inn 12. júní milli kl. 12 og 16, breytt­an og lang­dræg­ari Kona Electric, sem var á sín­um tíma fyrsti raf­magnaði sportjepp­ling­ur­inn á mörkuðum Evr­ópu.

„Ný ytri hönn­un Kona EV býr sem fyrr yfir kraft­miklu og straum­línu­löguðu út­liti en nýj­ar lín­ur og breytt ásýnd á nýj­um Kona leyna sér ekki í út­lit­inu.

Þá hef­ur farþega­rýmið einnig verið upp­fært með meiri þæg­ind­um, meiri búnaði og breyttri fram­setn­ingu, svo sem í mæla- og upp­lýs­inga­skjám,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Síðast en ekki síst má nefna að nýr Kona Style og Premium sem eru með 64 kWh raf­hlöðu eru 35 km lang­dræg­ari en frá­far­andi kyn­slóð, þar sem drægn­in fer úr 449 km við ákjós­an­leg­ustu aðstæður í 484 km.

Style og Premium á hag­stæðara verði

Hyundai Kona EV er sem fyrr fá­an­leg­ur í þrem­ur út­fær­sæl­um, Com­fort, Style og Premium,
þar sem nýr Com­fort er áfram bú­inn 39 kWh raf­hlöðu sem hef­ur 289 km drægi og kost­ar
sem fyrr kr. 5.290.000.

Verð á nýj­um Style er einnig óbreytt frá fyrri gerð, kr. 5.990.000, enda þótt bíll­inn sé nú bú­inn meiri búnaði en frá­far­andi gerð, í raun þeim sama og frá­far­andi Kona Premium auk þess sem nýr Style er nú með tví­litu þaki.

Verð fyr­ir nýj­an Kona Premium er eitt hundrað þúsund krón­um lægra en fyrri gerð bíls­ins og kost­ar nú kr. 6.090.000.

Hægt er að kynna sér búnað mis­mund­andi gerða Kona EV á heimasíðu Hyundai á Íslandi við Kaup­tún í Garðabæ, þar sem boðið verður upp á veit­ing­ar á sýn­ing­unni á morg­un, laug­ar­dag.