Fara í efni

Automechanika Frankfurt 2020 - frestað til 2021

UPPFÆRT: Sýningunni hefur nú verið frestað til 14. september 2021 vegna Covid-19.

Automechanika 2020 sem átti að vera haldin í september hefur verið færð til ársins 2021 vegna áhrifa COVID-19. Sýningin, sem nú verður haldin 14.-18. september 2021 í Frankfurt, er sú 26. í röðinni og mun einkennast af nýjum þemum og mun henni verða skipt upp í 10 vöruhluta í fyrsta skipti. 

Stærsta breytingin verður á flokknum málning og rétting en þeim flokki verða gerð mun betri skil en hefur verið á sýningunni hingað til. Til að hefja kynningu á þessari breytingu verður haldin keppni á völdum Automechanika sýningum um heiminn sem lýkur með lokahófi á Automechanika í Frankfurt 2021. En þess ber að nefna að 16 sýningar eru haldnar í 15 löndum á árinu.  

Hægt er að nálgast miða á sýninguna með því að smella hér.

Einnig hvetjum við ykkur sem ekki þegar hafa skráð sig á fréttabréf fyrir Automechanika að gera það hér. Fréttabréfið veitir mikið af grípandi efni, tilboðum og upplýsingum frá leiðandi alþjóðlegri viðskiptasamkomu fyrir bifreiðamarkaðinn í heiminum.

Heimasíðu viðburðarins má finna hér.