Fara í efni

Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjonusta fyrir aðildeafélgög BGS og starfmenn þeirra

Lögfræðistofa Reykjavíkur (LR) hefur undanfarin ár sinnt lögfræðilegum verkefnum og ráðgjöf fyrir Bílgreinasambandið og félagsmenn þess. Félagsmönnum gefst kostur á viðtali við lögmenn LR, án endurgjalds. Ef til frekari vinnu lögmannanna kemur, er félagsmönnum veittur afsláttur af lögfræðikostnaði í samræmi við samkomulag Bílgreinasambandsins og LR. Félagsmenn geta snúið sér beint til LR telji þeir sig þurfa á þjónustu lögmanna að halda.

Lögmannsstofan er með aðsetur að Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Síminn hjá lögmannsstofunni er 515-7400. Einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið thorir@lr.isNánari upplýsingar er að finna á heimasíðu LR.

Sú þjónusta sem félagsmönnum Bílgreinasambandsins stendur til boða spannar flest svið lögfræðinnar þ.m.t. samningagerð, félagarétt, persónuvernd, skaðabótarétt m.a. í tengslum við umferðarslys, fasteignagalla, hjónaskilnaði, innheimtumál og málflutning fyrir dómstólum, svo eitthvað sé nefnt.

LR lógó