Kynntu þér nám í bílgreinum

Hefur þú ómældan áhuga á bílum og vilt spreyta þig í rétta náminu?

Nám í bíliðngreinum er hagnýtt starfsnám sem undirbýr nemendur fyrir töku sveinsprófs í löggildri iðngrein. Stefna námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni til að gegna störfum bíliðnaðar í öllum helstu gerðum ökutækja.

/media/16461/borgo_logo_1x.png

Borgarholtskóli býður uppá fjölbreytt nám innan bílgreina. Boðið er upp á grunndeild bíliðna, bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun.

/media/16459/vma_logo_1x.png

Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er boðið upp á nám í bifvélavirkjun. Námið samanstendur af bóklegu- og verklegu námi í skóla ásamt starfsþjálfun á vinnustað undir leiðsögn meistara.

/media/16456/fnva_logo_1x.png

Í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er boðið upp á nám í bifvélavirkjun. Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni til að gegna störfum bifvélavirkja.

/media/16467/idan-trans.png

Iða fræðslusetur býður upp á raunfærnimat í bílgreinum. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa haldið áfram námi og lokið sveinsprófi að loknu matinu.

Skráning