FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 12. JANÚAR KL. 12-16 REYKJAVÍK

KOMDU OG SJÁÐU ÞENNAN TÍMAMÓTA BÍL!

Boðið verður upp á dásamlegt kaffi frá Kaffitár og franskar makkarónur.

Nýr Peugeot 508 er sannkallaður lúxusbíll sem gerir engar málamiðlanir í hönnun og gæðum, hann er sportlegur og einstaklega glæsilegur. Peugeot 508 er tilnefndur sem Bíll ársins í Evrópu 2019!

Ekki sætta þig annað en fullkomnun

Vertu við stjórn í einstöku innra rými Peugeot i-Cockpit® Upplifðu lúxus akstursstöðu, stillanlegan stafrænan 10” HD snertiskjá. Sérlega þægileg sæti með möguleika á fjölbreyttum nuddstillingum. FOCAL® Hi-Fi hljóðkerfið býður upp á frábæran hljóðheim. Útbúinn tíu hágæða hátölurum og einstakri hljóðeingrunartækni sem býður upp á magnaðan hljóðheim.

Vegurinn er þinn

Nýr Peugeot 508 er nýjustu kynslóð aksturstækni til að tryggja öryggi allra farþega. Kerfið hjálpar þér að skynja umhverfið og sjá fyrir þær hættur sem kunna að birtast. Peugeot 508 er fáanlegur með næturmyndavél sem er staðsett í framenda bílsins og notast er við "Night Vision" eða nætursjónartækni til  að vara ökumann við hreyfingum í myrkrinu. Þetta eykur til muna öryggi manna og dýra sem eru á ferð eftir myrkur. Með þessari tækni eykst öryggi þitt og vegfarenda til muna í nýjum Peugeot 508.

Ný kynslóð aksturstækni og einstakt öryggi

Lúxus bíllinn PEUGEOT 508 býður upp á fyrsta flokks akstursánægju. Með sjálfvirkri fjöðrun (Active Suspension) eykst veggrip og aksturánægja. Nýr PEUGEOT 508 er búinn nýjustu kynslóð PureTech bensín- eða BlueHDi dísilvél ásamt nýrri og undurþýðri 8 þrepa sjálfskiptingu.

Sannur lúxus – láttu heillast

Stíll Peugeot 508 er fágaður og stílhreinn, straumlínulaga línur gera hann einstaklega sportlegan í útliti. Einkennandi framendinn með króm listum sem ramma inn LED framljósin og gefa nýja Peugeot 508 GT einstakt útlit. Útlínur, nýr framendi - ljós og grill undirstika nýsköpun og djarfa útlitsbreytingu.

Fleiri upplýsingar um lúxusbílinn Peugeot 508 er að finna á https://www.peugeotisland.is/