Volvo hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár á lúxusbílamarkaði á heimsvísu og hefur sett nýtt sölumet á hverju ári undanfarin ár. Íslendingar eru þar engin undantekning því hlutdeild Volvo af lúxusbílamarkaði er einstök og seldust yfir 600 nýir Volvo bílar á árinu. Brimborg fagnaði 30 ára afmæli á árinu sem umboðsmaður Volvo á íslandi og um leið stærsta ári Volvo frá upphafi á Íslandi. Vinsælustu bílar Volvo eru jepparnir XC90, XC60 og XC40.

Á einkabílamarkaði lúxusbíla ber Volvo höfuð og herðar yfir aðra lúxusbíla með 36,7% hlutdeild á árinu sem var að líða og jók söluna á þeim markaðshluta um 90%. Á fyrirtækjamarkaði lúxusbíla var Volvo einnig með mesta hlutdeild lúxusbíla eða 26% og jók söluna um 66%. Volvo var með um 8% hlutdeild í sölu lúxusbíla til bílaleiga og því var heildarhlutdeild Volvo á lúxusbílamarkaði 30,3%. Jókst sala Volvo um tæp 68% en 605 nýir Volvo bílar voru nýskráðir á árinu sem er eins og áður segir nýtt met í sölu Volvo á Íslandi.
 
Nýr sýningarsalur Volvo hjá Brimborg
Brimborg fagnaði árinu 2018 með því að opna á vormánuðum síðasta árs nýjan, glæsilegan sýningarsal fyrir Volvo bíla að Bíldshöfða 6. Salurinn er hannaður samkvæmt ítrustu kröfum Volvo með það að markmiði að skapa sem besta og þægilegasta upplifun viðskiptavina Volvo á Íslandi.