Frétt af mbl.is

Þess hef­ur verið beðið með eft­ir­vænt­ingu um all­nokk­urt skeið að nýj­asta tromp Volkswagen – Arteon – lenti á land­inu. Út spurðist á haust­dög­um að bíll­inn sá væri ekki bara gull­fal­leg­ur á að líta held­ur líka ramm­ur að afli.

Þetta tvennt veit á gott þegar bíl­ar eru ann­ars veg­ar og nú þegar vagn­inn er kom­inn á göt­una í Reykja­vík er skemmst frá því að segja að sög­urn­ar voru sann­ar og bíll­inn stend­ur und­ir vænt­ing­um. VW Arteon er einkar lag­leg­ur á að líta og það sem meira er, hann er hreint ekki leiðin­leg­ur að keyra.

Framúrsk­ar­andi út­lits

VW hef­ur löng­um haft lag á að hanna fal­lega bíla og þaðan koma sjaldn­ast bein­lín­is ljót­ir bíl­ar, nokkuð sem marg­ir aðrir fram­leiðend­ur eiga til endr­um og sinn­um. Arteon bæt­ir um bet­ur og slepp­ur ekki bara við ljót­una, hann er bein­lín­is bráðfal­leg­ur. VW hafa hannað tals­vert djarf­an fram­enda á Arteon, ólík­an öðru sem komið hef­ur frá verk­smiðjun­um í Wolfs­burg, og fyr­ir bragðið „sést“ bíll­inn vel í um­ferð. Það fékk und­ir­ritaður að reynda er hann prófaði bíl­inn á göt­um borg­ar­inn­ar um næst­síðustu helgi. 20" ál­felg­ur með þotu­hreyf­ilslagi voru þá síst til að slá á eft­ir­tekt annarra veg­far­enda.

Aft­ur­end­inn er að sama skapi fer­lega vel heppnaður, og aflíðandi skottið ljær Arteon þónokkuð „Coupé“ út­lit, ef svo má segja, og fyr­ir bragðið verður þessi bíll – sem í prinsipp­inu er í sed­an-flokki – býsna sport­leg­ur á að líta. Hvort Arteon er beinn arftaki VW Passat CC skal ósagt látið, en sé svo þá er hann verðugur arftaki. CC var þeim sem þetta rit­ar ávallt að skapi og það er Arteon líka.

Ein­stak­lega rúm­góður fólks­bíll

Það fyrsta sem vek­ur at­hygli þegar inn í bíl­inn er komið er ótrú­legt plássið. Ökumaður og farþegi í fram­sæti hafa gríðarlegt and­rými og gott út­sýni til allra átta – nema aft­ur fyr­ir sig. Þá er átt við að aft­ur­rúðan er með knapp­ara móti og þegar við bæt­ist haus­púði fyr­ir þriðja farþeg­ann í aft­ur­sæt­inu (þenn­an í miðjunni) þá er út­sýni öku­manns um bak­sýn­is­speg­il­inn held­ur tak­markað, og þá erum við að tala um í akstri; þegar bakkað er tek­ur bakk­mynda­vél­in við og ljær öku­manni allt það út­sýni sem hann þarf á skján­um í inn­rétt­ing­unni. En haus­púðinn fyr­ir miðju­sætið er ekki út í blá­inn því það er vel viðun­andi pláss fyr­ir þrjá full­orðna í aft­ur­sæt­inu. Fóta­rýmið er líka yf­ir­drifið. Séu aðeins tveir í aft­ur­sæt­inu er plássið nán­ast eins og í li­mósínu og þá er lag að kippa bara miðju­haus­púðanum úr og geyma í skott­inu svo ökumaður sjái þokka­lega. Inn­rétt­ing­in er stíl­hrein og ein­föld, mjög Volkswagen-leg þannig lagað og ekk­ert að því. Þá er far­ang­urs­rýmið heil­ir 563 lítr­ar sem er dúnd­ur­gott og aðgengið að skott­inu fínt sömu­leiðis enda skott­hler­inn helj­ar­stór.

Urr­andi góður gang­ur

Þegar Arteon var prófaður hér í borg var leiðinda krapi á flest­um göt­um svo ekki þótti skyn­sam­legt að taka hann ær­lega til kost­anna. Þó var hann þan­inn til­hlýðilega og stóð Arteon skemmti­lega und­ir vænt­ing­um. Sér­stak­lega var gam­an að hlýða á óbeislað vél­ar­hljóðið í Sport-still­ing­unni og enn­frem­ur var fjór­hjóla­drifið dug­legt að sjá til þess að bíll­inn lá eins og klessa á veg­in­um, jafn­vel þó aðstæður á vegi væru ekki eins og best yrði á kosið.

Því er ekki að neita að gam­an væri að prófa Arteon í góðu veðri í lang­keyrslu því það mætti segja mér að þarna væri kom­inn veru­lega góður Gran Turis­mo-bíll, með aflið, þæg­ind­in og stöðug­leik­ann til að tak­ast á við þjóðveg­inn – eða autóban­ann.

Meira svona, takk!

Það þótti sæta tíðind­um, og það ekki svo litl­um, þegar Kia sendi frá sér Stin­ger síðasta haust, bíl sem er í sama sport­lega GT-flokkn­um, og svipuðum verðflokki þess utan. Erum við að sjá móta fyr­ir bylgju slíkra bíla á markaði? Þá er það vel. Bæði Stin­ger og Arteon eru dúnd­ur­góðir akst­urs­bíl­ar, flott­ir út­lits, gríðar­vel bún­ir af allskon­ar og það sem meira er, báðir eru þeir í verðflokki sem er ekki al­veg út úr kort­inu fyr­ir launa­fólkið. Ef fleiri slík­ir eru vænt­an­leg­ir í bráðina ber því að fagna og það ræki­lega.

https://www.mbl.is/bill/domar/2018/02/28/forkunnarfagur_folksvagn/