Frétt af mbl.is

Um langt ára­bil hef­ur Land Cruiser-jepp­inn frá Toyota verið í slík­um met­um hjá stór­um hópi lands­manna að við ligg­ur trú­ar­brögðum. Það er út af fyr­ir sig skilj­an­legt; í hon­um fer sam­an drifgeta og þónokk­ur brodd­borg­ara­brag­ur.

Eig­end­ur hafa því jöfn­um hönd­um kom­ist leiðar sinn­ar í veg­leys­um og snjóþyngsl­um ann­ars veg­ar, og eins hafa þeir getað ekið um göt­ur borg­ar­inn­ar drjúg­ir með sig á bónuðum jepp­an­um enda sit­ur maður hátt í Land Cruiser og öku­ferð í slík­um kosta­grip gef­ur öku­manni á að líta með velþókn­un á sam­ferðafólk sitt.

Á síðustu 15 árum eða svo hef­ur orðið til ný stétt jeppa sem kalla má með réttu lúx­us­sportjeppa (sjá um­fjöll­un ann­ars staðar í blaðinu), og eru slík­ir í grunn­inn lúx­us­bíl­ar með skikk­an­legri veg­hæð, fjór­hjóla­drifi og sport­leg­um akst­ur­seig­in­leik­um. Segja má að flokk­ur­inn hafi komið til sög­unn­ar þegar Porsche hleypti Cayenne af stokk­un­um árið 2003. Toyota ger­ir auðvitað hár­rétt í því að elt­ast ekki við þann flokk bíla en hef­ur þess í stað sí­fellt betr­um­bætt drif­búnað og dugnað um leið. Nú er svo komið að Toyota Land Cruiser 150 er hreint framúrsk­ar­andi tor­færujeppi. Það fékk blaðamaður að reyna í óbyggðum Namib­íu í síðasta mánuði.

Snyrti­lega upp­fært út­lit

„Það er óþarfi að laga það sem er ekki bilað,“ seg­ir ein­hvers staðar og má til sanns veg­ar færa, alltént hér á landi. Land Cruiser hef­ur notið slíkra vin­sælda hér á landi síðasta ald­ar­fjórðung­inn eða svo að ekki þarf að von­ast eft­ir út­lits­bylt­ingu hvað hann varðar. Jepp­inn hef­ur tekið var­færn­is­leg­um breyt­ing­um, en þó vel sýni­leg­um, und­an­far­in ár og það sama er uppi á ten­ingn­um að þessu sinni. En að ein­hverju leyti er staðreynd­in engu að síður sú að Toyota tekst að flétta inn upp­færsl­ur sem fanga Land Cruiser-and­ann með þeim hætti að fæst­um finnst ýkja mikið hafa breyst. Fram­grillið er þó sýni­lega frá­brugðið því sem var og sama má segja um fram­ljós­in. Ásýnd bíls­ins er því nokkuð breytt og það til hins betra. Manni finnst nýj­asti Land Cruiser­inn sá flott­asti hingað til og það þýðir að vel hef­ur tek­ist til. Þá fær Toyota prik fyr­ir veru­lega flott­ar felg­ur sem setja sinn svip á nýja Land Cruiser­inn.

„Form skal fúnksjón fylgja“

Eins og fram­ar greindi er drif­búnaður Land Cruiser-jepp­ans í meira lagi öfl­ug­ur og það sem meira er, það hef­ur tek­ist einkar vel að setja fram stjórn­tæki þar að lút­andi í mæla­borði og inn­rétt­ingu jepp­ans. Meira að segja þeir sem ekki eru sprengvan­ir veg­leysu­far­ar (eins og til­fellið er með grein­ar­höf­und) eru fljót­ir að átta sig á því sem þarna er til staðar og ná í fram­hald­inu góðum tök­um á búnaðinum. Allt fyr­ir­komu­lag stjórn­tækja er eins og best verður á kosið og tækni sú sem í boði er fell­ur þar af leiðandi ekki á milli þilja; hér er leik­ur einn að taka tækni­búnaðinn í sína þjón­ustu. Hér miðar flest við að bíll­inn fái notið sín sem tor­færu­bíll þegar á því þarf að halda.

Efn­is­valið að inn­an er þá prýðilegt, lúx­us­inn til staðar með lág­stemmd­um hætti, sem er ein­mitt vel, og frá­gang­ur inn­rétt­ing­ar er all­ur hinn ramm­gerðasti. Stýris­hjólið hef­ur fengið nýja hönn­un sem féll í kramið og sæt­in ljóm­andi góð að sama skapi. Þá er inn­an­lýs­ing­in orðin hreint frá­bær­lega út­færð. Toyota Land Cruiser 150 er í stuttu máli sagt fanta­vel lukkaður að inn­an. Þá er mik­ils um vert að auka­sæt­in í skott­inu falla núorðið ofan í gólfið í stað þess að fell­ast sam­an og fest­ast upp til hliðanna þar sem þau taka allt of mikið pláss.

Ætlar hann að fara upp þetta?

Það var allra besta skemmt­un að taka nýja Land Cruiser­inn til kost­anna í Afr­íku­rík­inu Namib­íu og þar gafst kost­ur á allra handa ófæruakstri. Það reynd­ist sama hvað jepp­an­um var boðið upp á, klöng­ur upp klett­ótta troðninga, akst­ur í sandi, ösl­ast um í sveitt­um fenj­um eða þaðan af ófé­legri aðstæður, allt hafði jepp­inn það af. Reynd­ar voru sum­ar brekk­urn­ar þess eðlis að blaðamenn fengu bara að fylgj­ast með sér­fræðing­um fara þær upp og svo niður, enda vart á færi leik­manna, og þá var aðdá­un­ar­vert að sjá hvers hann er megn­ug­ur. Þarna mætti segja mér að Toyota séu á ný að marka Land Cruiser ákveðna sér­stöðu hvað veg­leysuakst­ur varðar, eða „off-road capa­bilities“ eins og það heit­ir á ensku. Drifgeta þessa jeppa er aðdá­un­ar­verð og það er dag­ljóst að það þarf hreint hrika­leg­ar aðstæður til að koma í veg fyr­ir að hann kom­ist leiðar sinn­ar. Hann komst alltént allt sem hon­um var boðið upp á í Namib­íu og þar var sko frá­leitt verið að mylja und­ir hann – öðru nær.

Á mal­bik­inu sigl­ir Land Cruiser svo hljóðlega um og fjöðrun­in á þeim vett­vangi silkimjúk. Borg­arakst­ur fer bíln­um því fullt eins vel.

Þegar á allt er litið er Land Cruiser í aukn­um mæli að staðsetja sig sem tor­færuþjark­ur með lúx­us­brag, í stað þess að elt­ast við að vera lúxusjeppi með fjór­hjóla­drifi, eins og til­fellið er með keppi­naut­ana frá Þýskalandi og Svíþjóð. Þetta er skyn­sam­leg strategía og mark­ar Toyota Land Cruiser 150 meiri sér­stöðu og meiri aðgrein­ingu á markaði. Það er hægt að fá jeppa með sport­legri akst­ur­seig­in­leika, vissu­lega, en lands­menn verða að gera upp við sig hvaða eig­in­leika þeir vilja hafa í jeppa sem á að aka hér á landi. Land Cruiser smellpass­ar við Ísland og verður áfram með vin­sæl­ustu jepp­um

https://www.mbl.is/bill/domar/2018/02/20/drifand_godur_land_cruiser_150/