Bílgreinasambandið, Borgarholtsskóli Verkmenntaskólinn á Akureyri,Iðan fræðslusetur og Félag Iðn og tæknigreina stóð fyrir stefnumótunarfundi á Icelandair Hótel Flúðum nú um nýliðna helgi. Um 20 aðilar mættu til verksins.

Tilgangur fundarins var að leiða saman aðila frá vinnumarkaðnum og skólunum til að greina hvað það er sem betur má fara í námi í bílgreinum hér á landi. Koma með tillögur að úrbótum og forgangsraða þeim. Davíð Lúðvíksson sem hefur margra ára reynslu í að stýra svona vinnu var fenginn til að stýra fundinum sem stóð frá föstudegi til laugardags.

Davíð mun svo vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum og forgagnsraða verkefnum eftir því hvaða vægi þau fengu hjá fundarmönnum. Hópurinn mun svo hittast aftur seinna í þessum mánuði þar sem niðurstöður verða kynntar og ábyrgðaraðilar valdir fyrir verkefnum.  Mikil metnaður er hjá öllum þessum aðilum er að þessari vinnu komu til að gera enn betur í menntamálum bílgreinarinnar og er nokkuð ljóst að ný námsskrá er þar mjög ofarlega á blaði.