Frétt af mbl.is

Það lif­ir í minn­inu sem gerst hefði í gær, þegar Toyota kynnti Yar­is-smá­bíl­inn árið 1999 og smá­bíla­markaður­inn varð ekki sam­ur aft­ur.Ekki svo að skilja að und­ir­ritaður hafi gripið and­ann á lofti og fært bíl­inn til bók­ar sem drauma­bíl, en það blasti engu að síður við að hér var kom­inn ákveðinn „leik­breyt­ir“ á sínu sviði, allt frá ný­stár­legu út­lit­inu (sem getið hef­ur af sér ótal eftir­ap­an­ir) til mæla­borðsins með ný­stár­lega hraðamæl­in­um sem reyndi ekki eins mikið á aug­un þegar horft var til skipt­is á veg­inn fram und­an og svo hraðann í mæla­borðinu. Allt um það, allt fram streym­ir og nýj­asta út­gáf­an af Yar­is er tals­vert langt frá þeim 18 ára gamla. Það sem var gott þá hef­ir batnað all­ar göt­ur síðan.

Ný­stár­leg­ur að inn­an sem utan

Toyota hef­ur ekki tekið vin­sæld­um Yar­is sem sjálf­sögðum hlut með því að höggva í sama knérunn frá því um síðustu alda­mót er saga og sig­ur­ganga Yar­is hófst. Þvert á móti hef­ur bíll­inn tekið stór­stíg­um breyt­ing­um gegn­um árin og hef­ur veg­ferðin mest­an­part­inn verið far­sæl. Alltént er bíll­inn á af­skap­lega góðum stað í dag og hef­ur því gengið til góðs, göt­una fram eft­ir veg. Rétt eins og sá fyrsti var nægi­lega framúr­stefnu­leg­ur til að hugn­ast ung­um og kröfu­hörðum neyt­end­um sem vilja hafa smá partí, smá „bit“ í hönn­un bíla sinna, þá vant­ar ekki neist­ann í nýja Yaris­inn, nema síður sé. Bæði er að finna enda­lausa vinkla á hönn­un ytra byrðis­ins svo hann verður ekki leiðigjarn, og svo er hann hinn reffi­leg­asti inn­an­dyra, ekki síst í tveggja lita út­gáf­unni sem ætti að hitta lóðbeint í mark hjá yngri kyn­slóðinni – sjá meðfylgj­andi mynd­ir. Hreint ekki ama­legt. Það eina sem hef­ur löng­um truflað mig við Yaris­inn, framúrsk­ar­andi áreiðan­leg­ur sem hann nú er, er dósa­hljóðið þegar dyr­un­um er lokað. Þetta er sparðatín­ing­ur út af fyr­ir sig, og vita­skuld er það fram­leiðand­an­um keppikefli að hafa hurðir, sem annað, eins létt­ar og hægt er. En mikið væri nú samt gam­an ef hægt væri að búa bíl­inn með ei­lítið þétt­ari kantlist­um sem skiluðu þar af leiðandi þykk­ari og skemmti­legri hurðaskelli.

Snar í snún­ing­um

Þegar sest er und­ir stýri kem­ur í ljós að Yar­is er sem fyrr spræk­ur á vegi, með knapp­an beygjura­díus og fína stýr­ingu. Ein­hverj­um gæti þótt hann of létt­ur í stýri ef eitt­hvað er, en það ger­ir bíl­inn þá bara aðgengi­leg­an fyr­ir fleiri. Bíll­inn er létt­ur, ekki nema rétt rúm­lega tonnið, og því hinn líf­leg­asti í akstri. Stýr­ing­in er pottþétt og bíll­inn er sem hug­ur manns í akstri. Það er göm­ul saga og ný að alltaf lang­ar mann í aðeins meira afl, en þessi bíll er ein­fald­lega ekki smíðaður til að svala urr­andi kraftþorsta. Það eina sem truflaði á ferðinni er að í kröpp­um beygj­um á hann til að halla lítið eitt. Ekki svo að skilja að hann sé á mörk­um þess að velta en hann mætti sitja aðeins bet­ur á vegi.

Það breyt­ir því ekki að Yar­is er sem fyrr vel bú­inn og flott­ur kost­ur í sín­um flokki, hann býr að lágri bil­anatíðni sem fram­leiðand­inn er þekkt­ur fyr­ir og þjón­usta umboðsins hér á landi er með því besta sem ger­ist. Þá er end­ur­sal­an sjaldn­ast vanda­mál þegar Toyota er ann­ars veg­ar. Óneit­an­lega sterk­ur val­kost­ur í sín­um stærðarflokki.

http://www.mbl.is/bill/domar/2017/06/13/spraekur_og_spennandi_yaris/