Bílablaðið What Car? hefur valið Nissan Qashqai sem bíl ársins 2014. Hann var einnig valinn besti litli jeppinn af blaðinu.
Tilkynnt var um val blaðsins við athöfn í London í dag en Nissan Qashqai er smíðaður í annarri breskri borg, Sunderland.
Ritstjóri tímaritsins hrósaði Nissan við þetta tækifæri fyrir að úthugsa „hvert einasta smáatriði“ í bílnum. Sagð hann Qashqai einkennast af „afburðagæðum, fágun og fyrsta flokks þægindum“.
Qashqai var sjötti söluhæsti bíll Bretlandseyja á nýliðnu ári, 2013. Af honum fóru rúmlega 50.000 eintök þar í landi.