Fréttir

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár
22. desember 2016

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Bílgreinasambandið óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og megi nýtt ár verða okkur öllum farsælt og gjöfult.


Raf­magnað út­spil frá Mercedes-Benz
22. desember 2016

Raf­magnað út­spil frá Mercedes-Benz

Sí­fellt fleiri bíla­fram­leiðend­ur halla sér að öðrum orku­gjöf­um en jarðefna­eldsneyti og sem stend­ur virðist raf­magnið ætlað að verða ofan á. Flest­ir fikra sig hægt í þessa átt með vél­ar­kost­um sem eru beggja blands með ein­hverj­um hætti, ým­ist ein­fald­ur hybrid eða plug-in hybrid.


500 Volkswagen atvinnubílar afhentir
21. desember 2016

500 Volkswagen atvinnubílar afhentir

Tíu ára gamalt sölumet Volkswagen atvinnubíla var slegið hjá HEKLU í vikunni, þegar fimmhundraðasti atvinnubíllinn frá Volkswagen var afhentur við gleðilega athöfn, enda ekki á hverjum degi sem áratuga gömul met falla. Sá fimmhundraðasti reyndist VW Caddy en 300 eintök af sendibílunum vinsælu hafa selst það sem af er árinu 2016. Gamla sölumetið í atvinnubílum frá árinu 2006 var þó ekki mikið lægra, en það árið seldust 499 atvinnubílar frá Volkswagen.


Kodiaq læt­ur að sér kveða
16. desember 2016

Kodiaq læt­ur að sér kveða

Skoda er með vin­sælli bíl­teg­und­um hér á landi og nýj­asta út­spilið er lík­legt til að styðja við þær vin­sæld­ir, því þar er jeppi á ferð.Jepp­inn nefn­ist Kodiaq og var hann kynnt­ur með viðhöfn fyr­ir blaðamönn­um und­ir lok síðasta mánaðar. Vett­vang­ur kynn­ing­ar­inn­ar var sú íðilfagra Miðjarðar­hafs­eyja, Mall­orca.


Þjóðverjar innheimta vegagjöld af útlendingum!
12. desember 2016

Þjóðverjar innheimta vegagjöld af útlendingum!

Það hefur komið mörgum á óvart að Evrópusambandið virðist nú hafa samþykkt fyrirætlanir þýskra stjórnvalda um að innheimta veggjöld (Pkw-Maut) af erlendum fólksbílum sem aka á þýsku hraðbrautunum. Veggjöld verða ekki innheimt af bílum sem skráðir eru í Þýskalandi. Þetta er alger viðsnúningur, því áður hafði ES hafnað veggjaldahugmyndinni.Sjö keppa um sæmd­ar­titil
01. desember 2016

Sjö keppa um sæmd­ar­titil

Sjö nýir bíl­ar hafa verið til­nefnd­ir til hinn­ar eft­ir­sóttu viður­kenn­ing­ar „Bíll árs­ins 2017 í Evr­ópu“. Skýrt verður frá því hver hlýt­ur hnossið 6. mars næst­kom­andi, dag­inn fyr­ir opn­un bíla­sýn­ing­ar­inn­ar í Genf.Dan­ir kaupa stóra bíla
21. nóvember 2016

Dan­ir kaupa stóra bíla

Fljótt skip­ast veður í lofti, alla vega á dönsk­um bíla­markaði. Fyr­ir tveim­ur til þrem­ur miss­er­um keyptu Dan­ir aðallega smá­bíla en nú ger­ast þeir ólm­ir í stóra bíla.