Fréttir

Gleðileg jól
23. desember 2015

Gleðileg jól

Bílgreinasambandið óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og megi nýtt ár verða okkur öllum farsælt og gjöfult.


Nýr Audi vetn­is­bíll sýnd­ur senn
21. desember 2015

Nýr Audi vetn­is­bíll sýnd­ur senn

Audi mun frum­sýna vetn­is­bíl á bíla­sýn­ing­unni í bíla­borg­inni Detroit í Michigan­ríki í Banda­ríkj­un­um í næsta mánuði. Sýn­ing­in stend­ur yfir dag­ana 16. til 24. janú­ar og er ein sú stærsta í Banda­ríkj­un­um ár hvert.


Kia Sportage og Kia Optima fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP
17. desember 2015

Kia Sportage og Kia Optima fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP

Hinir nýju Kia bílar Sportage og Optima fengu báðir 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Sportage og Optima bætast þar með í hóp sjö annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP, Þessir Kia bílar eru Carens, cee’d, Rio, Venga, Soul, Sorento og núverandi Sportage. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu nýju bíla á markaðnum í dag.


Toyota sank­ar að sér ör­yggis­viður­kenn­ing­um
16. desember 2015

Toyota sank­ar að sér ör­yggis­viður­kenn­ing­um

Toyota var áber­andi feng­sælt er Þjóðvega­ör­ygg­is­stofn­un banda­rísku trygg­inga­fé­lag­anna (IIHS) birti lista sinn yfir ár­leg­ar ör­yggis­viður­kenn­ing­ar til bíla­fram­leiðenda.


Upp­sveifla allra nema Volkswagen
15. desember 2015

Upp­sveifla allra nema Volkswagen

Bíla­sala jókst um 13,7% í Evr­ópu í nýliðnum nóv­em­ber, sam­an­borið við nóv­em­ber í fyrra. Banda­rísk bíl­merki sóttu mjög á í sölu, aðallega á kostnað Volkswagen sem held­ur áfram að gjalda fyr­ir út­blást­urs­s­vindlið svo­nefnda.


Kraft­mik­ill en samt þýðgeng­ur
14. desember 2015

Kraft­mik­ill en samt þýðgeng­ur

Þegar það snjó­ar eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn er fátt um fína drætti fyr­ir bíla­blaðamenn. Þess vegna var það eins og himna­send­ing að fá eitt stykki fjór­hjóla­drif­inn Mitsu­bis­hi L200 pall­bíl til próf­un­ar í öll­um snjón­um. Nýi bíll­inn er fimmta kyn­slóð þessa vin­sæla pall­bíls sem seld­ist vel á Íslandi þegar inn­flutn­ings­gjöld voru pall­bíl­um hag­stæð og þeir báru lægri vöru­gjöld en sam­bæri­leg­ir jepp­ar. Nú er tíðin önn­ur og þess vegna skipt­ir máli að þeir mengi minna en áður, sem nýr L200 ger­ir ein­mitt með nýrri 2,4 lítra dísil­vél með forþjöppu.


Ein milljón Opel
09. desember 2015

Ein milljón Opel

Ekkert lát er á uppgangi þýska bílaframleiðandans Opel. Frá höfuðstöðvum þeirra í Rüsselsheim var tilkynnt nýlega bæði um metsölu í nóvember á Evrópumarkaði sem og að hafa komist yfir einnar milljóna markið í heildarsölu bíla það sem af er árinu.


Frumsýning á Volvo S90
02. desember 2015

Frumsýning á Volvo S90

Í dag kl. 17.30 mun Volvo afhjúpa Volvo S90 í beinni útsendingu á YouTube. Á viðburðinum, sem fer fram í Gautaborg, mun Volvo kynna bílinn og ýmsar nýjungar. Þar á meðal eru spennandi nýjungar í átt að sjálfkeyrandi bílum og frekari þróun á öryggiskerfinu Borgaröryggi (e. City Safety) sem nú nemur einnig stór dýr, hvort sem er í myrkri eða dagsbirtu.Stórsýning Mitsubishi
27. nóvember 2015

Stórsýning Mitsubishi

HEKLA blæs til stórsýningar og frumsýnir þrjár nýjar kempur. Sportlega pallbíllinn L200 og framsækinn Outlander ásamt rafmögnuðum lagsbróður hans, Outlander PHEV.