Fréttir

Drífand góður Land Cruiser 150
26. febrúar 2018

Drífand góður Land Cruiser 150

Um langt ára­bil hef­ur Land Cruiser-jepp­inn frá Toyota verið í slík­um met­um hjá stór­um hópi lands­manna að við ligg­ur trú­ar­brögðum. Það er út af fyr­ir sig skilj­an­legt; í hon­um fer sam­an drifgeta og þónokk­ur brodd­borg­ara­brag­ur. Eig­end­ur hafa því jöfn­um hönd­um kom­ist leiðar sinn­ar í veg­leys­um og snjóþyngsl­um ann­ars veg­ar, og eins hafa þeir getað ekið um göt­ur borg­ar­inn­ar drjúg­ir með sig á bónuðum jepp­an­um enda sit­ur maður hátt í Land Cruiser og öku­ferð í slík­um kosta­grip gef­ur öku­manni á að líta með velþókn­un á sam­ferðafólk sitt.


Nýr Sprinter heimsfrumsýndur
21. febrúar 2018

Nýr Sprinter heimsfrumsýndur

Nýr Mercedes-Benz Sprinter var heimsfrumsýndur á dögunum en þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla og dugmikla sendibíls sem mætir nú til leiks í nýrri og endurbættri útgáfu. Hann er búinn nýjustu tækni og verður fáanlegur í átta mismunandi stærðum en hann er væntanlegur til landsins í sumar.Hver lýtur sínum augum á silfrið.
12. febrúar 2018

Hver lýtur sínum augum á silfrið.

Þórdís Kolbrúna Reykjfjörð Gylfadóttir ráðherra, skrifaði grein í Morgunblaðið fyrr á þess ári. Þórdís lagði útfrá eftirfarandi; tveir menn standa og horfa báðir á sömu töluna sem skrifuð hefur verið í sandinn. Talann er 6 sagði annar, en hinn sagði töluna vera 9.


Hátæknivæddur A-Class frumsýndur
09. febrúar 2018

Hátæknivæddur A-Class frumsýndur

Nýr Mercedes-Benz A-Class var heimsfrumsýndur í Amsterdam á dögunum. Þetta er minnsti bíll Mercedes-Benz en hann hefur nú breyst talsvert í hinni upprunalegu hlaðbaksútgáfu (hatchback) þ.e. fjögurra dyra með afturhlera. Síðar á árinu verður A-Class auk þess í boði í glænýrri stallbaksútfærslu (sedan) en þannig hefur hann aldrei verið framleiddur áður. Báðar útfærslur eru væntanlegar til Íslands í lok sumars.


Hefur gert allt nema gera við bílana
06. febrúar 2018

Hefur gert allt nema gera við bílana

Erna Gísladóttir, forstjóri BL og einn af eigendum fyrirtækisins, hlaut viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu 2018. Erna hefur komið að flestum störfum hjá BL nema viðgerðum á bílum. BL er með umboð fyrir tólf bílategundir og starfsmenn fyrirtækisins eru um 250 talsins.Rúmir 73 milljarðar innheimtir í opinber gjöld af bifreiðaeigendum 2018 en 21 milljarður fer í vegakerfið:
26. janúar 2018

Rúmir 73 milljarðar innheimtir í opinber gjöld af bifreiðaeigendum 2018 en 21 milljarður fer í vegakerfið:

Landsmenn hrópa á endurbætur á vegakerfinu en ríkið eykur stöðugt skattlagningu á bíleigendur sem notuð er í annað. Samt er talað um að ekki séu til peningar til uppbyggingar og viðhalds vega sem eru þó einhverjar arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að ráðast í. Á meðan stóreykst nýting og slit á vegakerfinu, slysum fjölgar, eigna- og manntjón eykst samfara auknum kostnaði heilbrigðis- og öryggiskerfi landsins.


Nýr og breyttur Sorento kynntur
19. janúar 2018

Nýr og breyttur Sorento kynntur

Bílaumboðið Askja kynnir nýjan og breyttan Kia Sorento jeppa nk. laugardag kl. 12-16. Sorento hefur verið mjög vinsæll hér á landi enda stór og stæðilegur jeppi. Hann er í boði í bæði 5 og 7 sæta útgáfum þannig að stórar fjölskyldur ættu ekki að vera í neinum vandræðum á þessum jeppa.


Frumsýningar á Citroen og Volvo hjá Brimborg
12. janúar 2018

Frumsýningar á Citroen og Volvo hjá Brimborg

Frumsýning Citroën C3 Aircross SUV Við frumsýnum Citroën C3 Aircross SUV í sýningarsal Citroën hjá Brimborg að Bíldshöfða 8 og við Tryggvabraut 5 á Akureyri. Komdu á frumsýningu! Popp og kók fyrir alla!