Fréttir

Mercedes-Benz frumsýnir pallbíl
11. janúar 2018

Mercedes-Benz frumsýnir pallbíl

Nýr og spennandi Mercedes-Benz X-Class verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag klukkan 12-16. Bíllinn verður frumsýndur bæði hjá Mercedes-Benz fólksbílum að Krókhálsi 11 og einnig í húsnæði atvinnubíla að Fosshálsi 1. Á Fosshálsi býðst atvinnumönnum að skoða vinnuþjarkinn X-Class og fá kynningu frá sérfræðingum Arctic Trucks á breyttum útgáfum af bílnum. Á Krókhálsi verður X-Class ásamt öllum fólksbílaflota Mercedes-Benz.


Rafbílasýning Kia hjá Öskju
05. janúar 2018

Rafbílasýning Kia hjá Öskju

Bílaumboðið Askja býður til rafbílasýningar Kia í sýningarsal sínum að Krókhálsi 11 nk. laugardag klukkan 12-16. Kynnt verður hin flotta rafbílalína Kia en um er að ræða Kia Soul EV, Kia Optima PHEV í tveimur útfærslum, Kia Niro PHEV og Kia Niro HEV. Alls eru því í boði fimm mismunandi gerðir rafknúinna bíla, en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki Plug in Hybrid fólksbíla hjá Green Fleet.


Bílasýning í Heklu
05. janúar 2018

Bílasýning í Heklu

Það verður allsherjar bílaveisla laugardaginn 6. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar Hekla heldur sína árlegu bílasýningu í glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174.Kia Stonic bæt­ir sér í borg­ar­jeppa­slag­inn
15. desember 2017

Kia Stonic bæt­ir sér í borg­ar­jeppa­slag­inn

Eins og les­end­um Bíla­blaðs Morg­un­blaðsins ætti að vera full­kunn­ugt um þá er svo­kallaður B-SUV- flokk­ur sá sem hvað mest gróska er í um þess­ar mund­ir. Hver fram­leiðand­inn á fæt­ur öðrum hopp­ar á vagn­inn og send­ir frá sér bíl í flokk­inn enda eft­ir all­nokkru að slægj­ast; flokk­ur­inn er sá sem vex ör­ast þessi miss­er­in og spár segja til um að téður flokk­ur verði sá stærsti í Evr­ópu 2020.


NOTAÐIR BÍLAR HJÁ BRIMBORG GÁFU MILLJÓN
05. desember 2017

NOTAÐIR BÍLAR HJÁ BRIMBORG GÁFU MILLJÓN

Notaðir bílar Brimborg voru með leik þar sem allir sem keyptu sér notaðan bíl í nóvember gátu unnið 1. milljón! Anna Björg datt í sannkallaðan lukkupott þegar hún keypti sér Ford Fiesta hjá Notuðum bílum í nóvember og var dregin úr pottinum.


Nýr CLS kynntur til leiks
04. desember 2017

Nýr CLS kynntur til leiks

Nýr Mercedes-Benz CLS var frumsýndur á bílasýningunni í LA sem nú stendur yfir. Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eins og venjan er þegar nýr Mercedes-Benz er kynntur til sögunnar.


Samtök iðnaðarins og Bílgreinasambandið slíta viðræðum
30. nóvember 2017

Samtök iðnaðarins og Bílgreinasambandið slíta viðræðum

Bílgreinasambandið (BGS) mun ekki ganga til liðs við Samtök iðnaðarins (SI) eins og stefnt var að, en fyrr á þessu ári hófust samningaviðræður milli aðila sem ekki gengu eftir. Þau samlegðaráhrif sem horft var til með innkomu Bílgreinasambandsins í Samtök iðnaðarins reyndust ekki vera eins mikil og gert var ráð fyrir í upphafi viðræðnanna. Því hefur það orðið að samkomulagi beggja aðila að slíta viðræðunum. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá báðum aðilum.


Áfram veginn, ráðstefna Bílgreinasambandsins og KPMG
24. nóvember 2017

Áfram veginn, ráðstefna Bílgreinasambandsins og KPMG

Bílgreinasambandið og KPMG stóðu að ráðstefnu í Hörpu 15.nóvember sl. sem bar heitið „Áfram veginn“. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar voru samgöngur á landi í náinni framtíð. Gríðarlega hröð þróun hefur átt sér stað í bílum og samgöngum á landi á allra síðustu árum og spá menn enn hraðir og stórtækari breytingum hvað það varðar á allra næstu árum. Spurningin er hvort og þá hvenær við verðum tilbúin til að taka við þeirri tækni.


Borgward hefur sölu í Evrópu í byrjun næsta árs
20. nóvember 2017

Borgward hefur sölu í Evrópu í byrjun næsta árs

Evrópubúar geta valið úr einu bílamerki enn á næst ári því kínversk-þýska bílafyrirtækið Borgward mun bætast við bílaflóru álfunnar og það strax á fyrsta ársfjórðungi. Borgward er fornfrægt þýskt bílamerki sem reist var upp úr öskustónni fyrir örfáum árum síðan með kínversku fjármagni.