Fréttir

Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin.
04. apríl 2018

Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin.

Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag miðvikudag. Ingi­mund­ur fædd­ist í Reykja­vík 13. janú­ar 1938 og ólst þar upp. For­eldr­ar Ingi­mund­ar voru Rann­veig Ingi­mund­ar­dótt­ir og Sig­fús Berg­mann Bjarna­son, stofn­andi og for­stjóri Heklu hf.


Hinn lag­leg­asti Leaf
23. mars 2018

Hinn lag­leg­asti Leaf

Frá því raf­bíl­ar fóru að ryðja sér til rúms í al­manna­eigu hef­ur Nis­s­an Leaf borið höfuð og herðar yfir aðra bíla hvað fjölda seldra ein­taka varðar, hér­lend­is sem ann­ars staðar þar sem raf­bíl­ar hafa á annað borð náð að festa sig í sessi að ein­hverju marki.


100 þúsund Cross­land X seld­ir
15. mars 2018

100 þúsund Cross­land X seld­ir

Eitt af nýj­ustu út­spil­um Opel, Cross­land X, hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn á Evr­ópu­markaði. Þar hafa yfir 100 þúsund bíla­kaup­end­ur tryggt sér ein­tak nú þegar.


Volvo XC40 bíll árs­ins
07. mars 2018

Volvo XC40 bíll árs­ins

Volvo XC40 hef­ur verið val­inn bíll árs­ins í Evr­ópu og mun það í fyrsta sinn sem sænski bílsmiður­inn hrepp­ir þá eft­ir­sóttu viður­kenn­ingu.


Forkunn­ar­fag­ur fólksvagn
05. mars 2018

Forkunn­ar­fag­ur fólksvagn

Þess hef­ur verið beðið með eft­ir­vænt­ingu um all­nokk­urt skeið að nýj­asta tromp Volkswagen – Arteon – lenti á land­inu. Út spurðist á haust­dög­um að bíll­inn sá væri ekki bara gull­fal­leg­ur á að líta held­ur líka ramm­ur að afli.


Drífand góður Land Cruiser 150
26. febrúar 2018

Drífand góður Land Cruiser 150

Um langt ára­bil hef­ur Land Cruiser-jepp­inn frá Toyota verið í slík­um met­um hjá stór­um hópi lands­manna að við ligg­ur trú­ar­brögðum. Það er út af fyr­ir sig skilj­an­legt; í hon­um fer sam­an drifgeta og þónokk­ur brodd­borg­ara­brag­ur. Eig­end­ur hafa því jöfn­um hönd­um kom­ist leiðar sinn­ar í veg­leys­um og snjóþyngsl­um ann­ars veg­ar, og eins hafa þeir getað ekið um göt­ur borg­ar­inn­ar drjúg­ir með sig á bónuðum jepp­an­um enda sit­ur maður hátt í Land Cruiser og öku­ferð í slík­um kosta­grip gef­ur öku­manni á að líta með velþókn­un á sam­ferðafólk sitt.


Nýr Sprinter heimsfrumsýndur
21. febrúar 2018

Nýr Sprinter heimsfrumsýndur

Nýr Mercedes-Benz Sprinter var heimsfrumsýndur á dögunum en þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla og dugmikla sendibíls sem mætir nú til leiks í nýrri og endurbættri útgáfu. Hann er búinn nýjustu tækni og verður fáanlegur í átta mismunandi stærðum en hann er væntanlegur til landsins í sumar.Hver lýtur sínum augum á silfrið.
12. febrúar 2018

Hver lýtur sínum augum á silfrið.

Þórdís Kolbrúna Reykjfjörð Gylfadóttir ráðherra, skrifaði grein í Morgunblaðið fyrr á þess ári. Þórdís lagði útfrá eftirfarandi; tveir menn standa og horfa báðir á sömu töluna sem skrifuð hefur verið í sandinn. Talann er 6 sagði annar, en hinn sagði töluna vera 9.


Hátæknivæddur A-Class frumsýndur
09. febrúar 2018

Hátæknivæddur A-Class frumsýndur

Nýr Mercedes-Benz A-Class var heimsfrumsýndur í Amsterdam á dögunum. Þetta er minnsti bíll Mercedes-Benz en hann hefur nú breyst talsvert í hinni upprunalegu hlaðbaksútgáfu (hatchback) þ.e. fjögurra dyra með afturhlera. Síðar á árinu verður A-Class auk þess í boði í glænýrri stallbaksútfærslu (sedan) en þannig hefur hann aldrei verið framleiddur áður. Báðar útfærslur eru væntanlegar til Íslands í lok sumars.