Fréttir

Nýr Peugeot 5008 frumsýndur hjá Brimborg
16. nóvember 2017

Nýr Peugeot 5008 frumsýndur hjá Brimborg

Brimborg frumsýnir Peugeot 5008 á laugardaginn, 18. nóvember, milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Peugeot hjá Brimborg að Bíldshöfða 8. Boðið verður uppá dýrindis kaffi frá Kaffitár og gómsætar makkarónur.


Áfram veginn 15. nóvember í Hörpu
10. nóvember 2017

Áfram veginn 15. nóvember í Hörpu

Uppbygging samgönguinnviða hefur farið hátt í þjóðmálaumræðunni að undanförnu enda ekki vanþörf á. En hvernig innviði? Hvers konar tækni mun bera okkur Áfram veginn í náinni framtíð?


Þegar hlustað er á það sem fólkið vill
08. nóvember 2017

Þegar hlustað er á það sem fólkið vill

Í flest­um bók­um um ný­sköp­un er að finna til­vitn­un í Henry Ford, sem á að hafa sagt eitt­hvað á þá leið að það væri af og frá að leita til viðskipta­vin­anna eft­ir hug­mynd­um að nýj­um vör­um. „Ef ég hefði spurt fólkið hvers kon­ar far­ar­tæki það vildi, þá hefði það beðið um hraðskreiðari hest,“ sagði Ford – en sagði samt ekki því fræðimenn hafa ekki enn getað sann­reynt að um­mæl­in séu frá hon­um kom­in.


Bíll ársins er Peugeot 3008
03. nóvember 2017

Bíll ársins er Peugeot 3008

Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkveldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða.


Kraftmikill Kia Stinger frumsýndur
01. nóvember 2017

Kraftmikill Kia Stinger frumsýndur

Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi grand tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins.


Allir bílar Jaguar Land Rover verða rafvæddir frá og með 2020
31. október 2017

Allir bílar Jaguar Land Rover verða rafvæddir frá og með 2020

Frá og með árinu 2020 verða allir nýir bílar frá Jaguar Land Rover búnir rafmótor sem fram á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar stóð nýlega fyrir í Lundúnum þar sem bílaframleiðandinn kynnti framtíðarsýn sína til næstu ára. Í máli Ralf Speth, forstjóra Jaguar Land Rover kom fram að árið 2020 muni marka viss þáttaskil og auka fjölbreytni í vali viðskiptavina þegar kemur að kaupum á hentugasta nýja bílnum.


Nýr Ford Fiesta frumsýndur hjá Brimborg
27. október 2017

Nýr Ford Fiesta frumsýndur hjá Brimborg

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Fiesta á morgun, laugardag, 28. október, milli klukkan 12 og 16 í sýningarsölum Ford að Bíldshöfða 6 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Komdu og reynsluaktu þessum frábæra bíl og njóttu veitinga frá Joe & The Juice (annars konar samlokur og djús á Akureyri).


MITSUBISHI BÝÐUR TIL 100 ÁRA AFMÆLISVEISLU!
26. október 2017

MITSUBISHI BÝÐUR TIL 100 ÁRA AFMÆLISVEISLU!

Mitsubishi fagnar aldarafmæli og býður til veislu laugardaginn 28. október frá 12.00 til 16.00.Mikið hefur verið um að vera á árinu í tilefni aldarafmælisins og Mitsubishi hefur boðið upp á sérstakt afmælistilboð á öllum nýjum bílum. Það er óhætt að segja að það uppátæki hafi slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni og væntingar hafa farið fram úr björtustu vonum. Þannig hafa 390 Mitsubishi Outlander PHEV selst það sem af er árs og Sport útfærslan seldist hreinlega upp. Í staðinn hafa bæst við tvær útfærslur af þessum umhverfisvæna tengiltvinnbíl; Outlander PHEV Invite og Invite +.


Vel heppnaður haustfundur BGS á Akureyri um liðna helgi
23. október 2017

Vel heppnaður haustfundur BGS á Akureyri um liðna helgi

Haustfundur BGS var haldinn á Akureyri um liðna helgi. Um 100 manns mættu á samkomuna sem tókst frábærlega. Hátíðin hófst í nýju og glæsilegu verkstæði hjá Kraftbílum en þeir voru að taka í notkun nýtt húsnæði sem sérhannað er til að gera við stóra bíla og vinnuvélar. Veitingarnar voru ekki að verri endanum eða hreindýr, konfekt og aðrar góðar veigar.


Toyota kynn­ir lúxusvetn­is­bíl
20. október 2017

Toyota kynn­ir lúxusvetn­is­bíl

Toyota hef­ur birt mynd af nýj­um hug­mynda­bíl sem fyr­ir­tækið mæt­ir með til leiks á bíla­sýn­ing­unni ár­legu í Tókýó sem hefst í næstu viku. Fine-Com­fort Ride heit­ir grip­ur­inn og er vetnis­knú­inn lúx­us­bíll. Hann er sagður einkar rúm­góður og til marks um hvaða stefnu Toyota ætli að taka í fram­leiðslu lúx­us­bíla. Hann er nokkuð óvenju­leg­ur í lag­inu og nær íveru­klef­inn nán­ast stafna á milli, þökk sé vetn­is­vél­inni.