Fréttir

22. júní 2018

María Jóna til Bílgreinasambandsins

María Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hún tekur við starfinu af Özuri Lárussyni sem lætur senn af störfum. María hefur starfað í bílgreininni í tæpa tvo áratugi, nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptatengsla og síðar framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. Áður var María yfirmaður viðskiptatengsla hjá Toyota ásamt því sem hún var sérfræðingur og verkefnastjóri við innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Arion banka. María útskrifaðist með MS.c. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School árið 2012 og áður með BS.c í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. María hefur þegar hafið störf hjá Bílgreinasambandinu.


22. maí 2018

Verð á nýjum bílum hækkar á næstunni

Sala á nýjum bílum með þróuðustu og sparneytnustu bensín- og dísilvélunum mun dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana frá og með 1. september 2018 grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða gagnvart nýja alþjóðlega mengunarstaðlinum WLTP (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure) sem tekur við hlutverki eldri staðla við mælingar á eyðslu eldsneytis og útblæstri koldíoxíðs (CO²).


Hreinni bílar - lykill að lausninni
17. maí 2018

Hreinni bílar - lykill að lausninni

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru hnattrænn umhverfisvandi enda virðir mengun engin landamæri. Vitundarvakning á þessu sviði hefur meðal annars leitt til stórfelldra framfara í framleiðslu vistvænna bifreiða, bæði varðandi notkun á vistvænni orku og notkun áls til að létta bílana.


Cayenne E-Hybrid úr 416 í 455 hestöfl
04. maí 2018

Cayenne E-Hybrid úr 416 í 455 hestöfl

Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð.


Mercedes-Benz í hringferð um landið
30. apríl 2018

Mercedes-Benz í hringferð um landið

Mercedes-Benz heldur í hringferð um landið í maí og mun kynna úrval fólks- og atvinnubíla frá þýska lúxusbílaframleiðandanum á landsbyggðinni.


Mengun fer minnkandi
26. apríl 2018

Mengun fer minnkandi

Margir Reykvíkingar hafa haft áhyggjur af mengun í borginni undanfarið, enda hafa margir orðið varir við mikið svifryk í kringum aðalumferðaræðar borgarinnar í vetur. En Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin í borginni sé ekki að aukast, heldur að minnka, þó vissulega væri hægt að gera meira til að vinna gegn henni.


Mitsu­bis­hi minn­ir á sig
23. apríl 2018

Mitsu­bis­hi minn­ir á sig

Þegar und­ir­ritaður hugs­ar til baka um svo að segja tvo ára­tugi – aft­ur til alda­móta eða svo – er merki­legt hve mjög hef­ur lækkað risið á hinu forn­fræga jap­anska bíla­merki Mitsu­bis­hi. Í þá daga voru náms­menn marg­ir hverj­ir á Mitsu­bis­hi Colt, hús­mæður áttu Lancer, spaðarn­ir urruðu um bæ­inn á grásilfruðum Gal­ant, þeir allra svöl­ustu á Eclip­se-sport­bíl og heim­il­is­feðurn­ir áttu Pajero-jeppa, væru þeir á rétt­um stað í til­ver­unni. Síðan þá hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar og nú er Snorra­búð stekk­ur, eins og þar stend­ur. Pajero er ekki leng­ur aug­lýst­ur sem „kon­ung­ur jepp­anna“, fólks­bíl­arn­ir frá MMC eru liðin tíð. En bata­merki hafa sést í Outland­er-jepp­an­um sem hef­ur rok­selst hér heima og nú er kom­inn ann­ar nett­ur sportjeppi til sög­unn­ar sem gæti lagt sitt af mörk­um við að auka hróður fram­leiðand­ans á ný.


Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið
13. apríl 2018

Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið

Aðalfundur Bílgreinasambandsins var haldin í gær fimmtudag í Húsi atvinnulífsins. Um mjög vel heppnaðan fund var að ræða og vel mætt. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa hélt Guðmundur F. Úlfarsson prófessor í samgönguverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands afar fróðlegt og skemmtilegt erindi undir fyrirsögninni „Framtíðarsýn á samgöngur“ þar sem hann ræðir þróun samgangna á landi. Bendi hann þar á afar athyglilsverðar staðreyndir með dæmum um rangar hugmyndir og ákvarðanir varðandi samgöngur, samgöngumannvirki og þéttingu byggðar.


Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt
11. apríl 2018

Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt

Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2.


„Snjall­sýn“ frá Smart
09. apríl 2018

„Snjall­sýn“ frá Smart

Segja má að þró­un­ar­bíll­inn Smart Visi­on EQ Fortwo sé framúr­stefnu­leg­ur, en hann var sýnd­ur á bíla­sýn­ing­unni sem fram fór í mars í Genf.