Fréttir

Mengun fer minnkandi
26. apríl 2018

Mengun fer minnkandi

Margir Reykvíkingar hafa haft áhyggjur af mengun í borginni undanfarið, enda hafa margir orðið varir við mikið svifryk í kringum aðalumferðaræðar borgarinnar í vetur. En Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin í borginni sé ekki að aukast, heldur að minnka, þó vissulega væri hægt að gera meira til að vinna gegn henni.


Mitsu­bis­hi minn­ir á sig
23. apríl 2018

Mitsu­bis­hi minn­ir á sig

Þegar und­ir­ritaður hugs­ar til baka um svo að segja tvo ára­tugi – aft­ur til alda­móta eða svo – er merki­legt hve mjög hef­ur lækkað risið á hinu forn­fræga jap­anska bíla­merki Mitsu­bis­hi. Í þá daga voru náms­menn marg­ir hverj­ir á Mitsu­bis­hi Colt, hús­mæður áttu Lancer, spaðarn­ir urruðu um bæ­inn á grásilfruðum Gal­ant, þeir allra svöl­ustu á Eclip­se-sport­bíl og heim­il­is­feðurn­ir áttu Pajero-jeppa, væru þeir á rétt­um stað í til­ver­unni. Síðan þá hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar og nú er Snorra­búð stekk­ur, eins og þar stend­ur. Pajero er ekki leng­ur aug­lýst­ur sem „kon­ung­ur jepp­anna“, fólks­bíl­arn­ir frá MMC eru liðin tíð. En bata­merki hafa sést í Outland­er-jepp­an­um sem hef­ur rok­selst hér heima og nú er kom­inn ann­ar nett­ur sportjeppi til sög­unn­ar sem gæti lagt sitt af mörk­um við að auka hróður fram­leiðand­ans á ný.


Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið
13. apríl 2018

Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið

Aðalfundur Bílgreinasambandsins var haldin í gær fimmtudag í Húsi atvinnulífsins. Um mjög vel heppnaðan fund var að ræða og vel mætt. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa hélt Guðmundur F. Úlfarsson prófessor í samgönguverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands afar fróðlegt og skemmtilegt erindi undir fyrirsögninni „Framtíðarsýn á samgöngur“ þar sem hann ræðir þróun samgangna á landi. Bendi hann þar á afar athyglilsverðar staðreyndir með dæmum um rangar hugmyndir og ákvarðanir varðandi samgöngur, samgöngumannvirki og þéttingu byggðar.


Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt
11. apríl 2018

Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt

Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2.


„Snjall­sýn“ frá Smart
09. apríl 2018

„Snjall­sýn“ frá Smart

Segja má að þró­un­ar­bíll­inn Smart Visi­on EQ Fortwo sé framúr­stefnu­leg­ur, en hann var sýnd­ur á bíla­sýn­ing­unni sem fram fór í mars í Genf.


Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin.
04. apríl 2018

Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin.

Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag miðvikudag. Ingi­mund­ur fædd­ist í Reykja­vík 13. janú­ar 1938 og ólst þar upp. For­eldr­ar Ingi­mund­ar voru Rann­veig Ingi­mund­ar­dótt­ir og Sig­fús Berg­mann Bjarna­son, stofn­andi og for­stjóri Heklu hf.


Hinn lag­leg­asti Leaf
23. mars 2018

Hinn lag­leg­asti Leaf

Frá því raf­bíl­ar fóru að ryðja sér til rúms í al­manna­eigu hef­ur Nis­s­an Leaf borið höfuð og herðar yfir aðra bíla hvað fjölda seldra ein­taka varðar, hér­lend­is sem ann­ars staðar þar sem raf­bíl­ar hafa á annað borð náð að festa sig í sessi að ein­hverju marki.


100 þúsund Cross­land X seld­ir
15. mars 2018

100 þúsund Cross­land X seld­ir

Eitt af nýj­ustu út­spil­um Opel, Cross­land X, hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn á Evr­ópu­markaði. Þar hafa yfir 100 þúsund bíla­kaup­end­ur tryggt sér ein­tak nú þegar.


Volvo XC40 bíll árs­ins
07. mars 2018

Volvo XC40 bíll árs­ins

Volvo XC40 hef­ur verið val­inn bíll árs­ins í Evr­ópu og mun það í fyrsta sinn sem sænski bílsmiður­inn hrepp­ir þá eft­ir­sóttu viður­kenn­ingu.


Forkunn­ar­fag­ur fólksvagn
05. mars 2018

Forkunn­ar­fag­ur fólksvagn

Þess hef­ur verið beðið með eft­ir­vænt­ingu um all­nokk­urt skeið að nýj­asta tromp Volkswagen – Arteon – lenti á land­inu. Út spurðist á haust­dög­um að bíll­inn sá væri ekki bara gull­fal­leg­ur á að líta held­ur líka ramm­ur að afli.