Fréttir

Daimler fjárfestir í Proterra
25. september 2018

Daimler fjárfestir í Proterra

Daimler fjárfestir í Proterra Atvinnubíladeild Daimler, sem framleiðir Mercedes-Benz atvinnubíla, hefur fjárfest í bandaríska fyrirtækinu Proterra. Þetta var tilkynnt á IAA atvinnubílasýningunni í Hannover fyrir stuttu. Proterra er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu rafmagnsstrætisvagna. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er með höfuðstöðvar í Greenville í Suður-Kaliforníu. Fyrirtækið hefur náð miklum árangri í framleiðslu á rafknúnum strætisvögnum.


Nissan e-NV200 er einn hentugasti rafknúni borgarsendibíllinn
19. september 2018

Nissan e-NV200 er einn hentugasti rafknúni borgarsendibíllinn

Nissan e-NV200 er einn hentugasti rafknúni borgarsendibíllinn Nissan kynnir á atvinnutækjasýningunni í Hannover, sem hefst á föstudag, rafknúna fjölnota sendibílinn e-NV200 sem fengið hefur nýja og öflugri 40kWh rafhlöðu sem dregur allt að 60% lengra en fyrri kynslóð. Nýja rafhlaðan gerir kleift að aka bílnum um 200 km í blönduðum akstri innan og utan þéttbýlis samkvæmt nýja mælistaðlinum WLTP og allt að 300 km í borgarakstri eingöngu áður en hlaða þarf að nýju.


Rafbíllinn Kia e-Niro verður frumsýndur í París
19. september 2018

Rafbíllinn Kia e-Niro verður frumsýndur í París

Rafbíllinn Kia e-Niro verður frumsýndur í París Kia mun frumsýna nýjasta rafbíl fyrirtækisins Kia e-Niro á bílasýningunni í París í byrjun október. Þetta er ný útgáfa af Kia Niro sem fæst nú þegar í Hybrid og Plug-in Hybrid útfærslum. Þessi nýjasta útfærsla Kia e-Niro er með engum útblæstri enda um hreinan rafbíl að ræða.


Kynnisferðir fá nýjan Mercedes-Benz Tourismo
17. september 2018

Kynnisferðir fá nýjan Mercedes-Benz Tourismo

Kynnisferðir fengu á dögunum nýjan og glæsilegan Mercedes-Benz Tourismo hópferðarbíl afhentan frá Bílaumboðinu Öskju. Um er að ræða 49 sæta hópferðabíl af nýjustu kynslóð Toursimo bíla sem komu á markað í ársbyrjun 2018. Bíllinn er mjög vel búinn þægindum fyrir farþega og má þar nefna salerni, ísskáp, loftkælingu, USB tengingu við hvert sæti og mjög gott rými á milli sæta.


Fyrsti rafbíllinn í nýrri EQ línu Mercedes-Benz
07. september 2018

Fyrsti rafbíllinn í nýrri EQ línu Mercedes-Benz

Mercedes-Benz afhjúpaði í gær nýjasta rafbíl fyrirtækisins sem ber heitið EQC. Þetta er fyrsti hreini rafbíllinn í nýrri EQ línu Mercedes-Benz og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu allt frá því hugmyndabíllinn EQ var kynntur á bílasýningunni í París árið 2016.


Nýr Sprinter frumsýndur hjá Öskju
07. september 2018

Nýr Sprinter frumsýndur hjá Öskju

Nýr Mercedes-Benz Sprinter verður frumsýndur hjá atvinnubíladeild Öskju að Fosshálsi 1 nk. laugardag klukkan 12-16. Þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla og dugmikla sendibíls sem mætir nú til leiks í nýrri og enn betri útgáfu. Hann er búinn nýjustu tækni og verður fáanlegur með átta mismunandi yfirbyggingum.


Sala nýrra bíla í ágúst 2018
03. september 2018

Sala nýrra bíla í ágúst 2018

Sala á nýjum bílum í ágúst sl. dróst einungis saman um 3,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1.465 bílar samanborið við 1.522 í sama mánuði árið 2017.


Fundur Bílgreinasambandsins með Fjármálaráðuneytinu vegna skattlagningar á ökutæki
31. ágúst 2018

Fundur Bílgreinasambandsins með Fjármálaráðuneytinu vegna skattlagningar á ökutæki

Bílgreinasambandið átti góðan fund með Fjármálaráðuneytinu í gær, 30. ágúst 2018, þar sem farið var yfir skýrslu um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ sem kom út 17. ágúst síðastliðinn. Niðurstaða skýrslunnar er ánægjuleg í grófum dráttum og vel unnin. Tekið hefur verið tillit til ábendinga Bílgreinasambandsins og samvinna hefur verið góð. Á sama tíma er ánægjulegt að sjá sýn til lengri tíma þar sem unnið er með umhverfissjónarmið í huga. Á heildina litið telur Bílgreinasambandið að um góða lendingu sé að ræða.


25. ágúst 2018

Skýrsla stjórnvalda um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ er komin út.

Skýrsla stjórnvalda um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ er komin út. Þar er verið að leggja til að frá og með 1. september og til áramóta 2018/2019 verði notast við gamla útblástursgildið NEDC en fyrir bíla sem einungis munu hafa nýja gildið, WLTP, verði það lækkað um 17,36% í mótvægisaðgerðum. Frá byrjun árs 2019 ætla stjórnvöld svo að falla frá 10 flokka vörugjaldstöflunni og taka upp línulega álagningu en áfram verður notast við NEDC gildið á þeim bílum sem hafa það áfram á COC vottorðum sínum. Árið 2020 mun svo gamla gildið, NEDC, falla niður alfarið, við innflutning á nýjum bílum, en áfram verður stuðst við línulega vörugjaldaálagningu. Frá sama tíma verður 21% álag lagt á losunarupplýsingar þeirra ökutækja sem einungis bera NEDC gildið. Miðað við okkar fyrstu skoðun þá eru stjórnvöld að koma til móts við þær áhyggjuraddir sem borist hafa frá Bílgreinasambandinu og erum við þakklát fyrir það. Í næstu viku munum við þó leggjast betur yfir skýrsluna ásamt því að funda með stjórnvöldum og munum við eftir það vera komin með skýrari heildarmynd.


Nýr Kia Ceed frumsýndur
22. ágúst 2018

Nýr Kia Ceed frumsýndur

Nýr Kia Ceed verður frumsýndur í Bílaumboðinu Öskju nk. Laugardag þann 25. ágúst. Nýr Kia Ceed var kynntur til leiks á bílasýningunni í Genf í vor og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta er þriðja kynslóð Kia Ceed en þessi vinsæli hlaðbakur kemur nú í talsvert breyttri mynd. Hann hefur fengið nýtt útlit að innan sem utan og þá hefur ýmsum tækninýjungum verið bætt við bílinn sem gera hann enn betri í akstri og öruggari.