Fréttir

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn 3. nóvember.
02. nóvember 2018

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn 3. nóvember.

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn 3. nóv milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Ford við Bíldshöfða 6 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Alveg nýr Ford Focus er sá allra glæsilegasti Ford Focus bíllinn til þessa og hefur fengið frábæra dóma út um allan heim.


Ríflega 64% allra nýrra HEKLU bíla sem seldir eru til einstaklinga eru vistvænir!
16. október 2018

Ríflega 64% allra nýrra HEKLU bíla sem seldir eru til einstaklinga eru vistvænir!

Hekla hefur síðustu misseri verið annað stærsta bílaumboðið þegar kemur að sölu til einstaklinga með tæp 22% markaðshlutdeild. Ríflega 64% allra nýrra bíla sem Hekla hefur selt til einstaklinga það sem af er ári hafa verið vistvænir. Þetta er áhugaverð þróun sem sýnir gríðarlegan áhuga neytenda á vistvænum möguleikum þegar kemur að bílakaupum.


Nýr Kia Ceed Sportswagon kynntur til leiks
10. október 2018

Nýr Kia Ceed Sportswagon kynntur til leiks

Nýr Kia Ceed Sportswagon kynntur til leiks Nýr Kia Ceed Sportswagon verður kynntur til leiks hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Sportswagon er í langbaksútfærslu en hinn hefðbundni Ceed í hlaðbaksútfærslu en hann var kosinn Bíll ársins í flokki minni fólksbíla hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna á dögunum.


Laugardaginn 6. október verður glæsileg októberfest sýning hjá söluaðilum Toyota um allt land.
05. október 2018

Laugardaginn 6. október verður glæsileg októberfest sýning hjá söluaðilum Toyota um allt land.

Á sýningunni verða sértilboð á öllum nýjum Hybrid bílum, sérstakur vetrarpakki fylgir með völdum bílum, lúxuspakki fylgir með RAV4 og hinn sívinsæli Invincible-pakki fylgir með Hilux. Gestum verður boðið að smakka á Bradwurst-pylsum og sérbökuðum saltkringlum. Opið er á laugardag hjá Toyota í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi frá klukkan 12.00 til 16.00


Einstakur lúxus í Renault EZ-ULTIMO concept í París
03. október 2018

Einstakur lúxus í Renault EZ-ULTIMO concept í París

Einstakur lúxus í Renault EZ-ULTIMO concept í París Á bílasýningunni í París sýnir Renault hugmyndabílinn EZ-ULTIMO, alsjálfvirkan, nettengdan og rafknúinn „leigubíl“ í lúxusflokki sem er hugsaður fyrir viðskiptavini sem velja fágætisþjónustu og einstaka upplifun á stórborgarsvæðum. Bíllinn er mannlaus og kemur sjálfur á pantaðan áfangastað. Hugmyndin er að bíllinn sinni þjónustu í einkaferðum sem tekið geta um klukkustund eða heilan dag á ferð milli mismunandi áfangastaða, hvort sem er með einstaklinga, lítinn hóp eða viðskiptavini fyrirtækja sem kaupa þjónustuna sérstaklega fyrir verðmæta viðskiptavini sína.


De Niro kynnir e-Niro
02. október 2018

De Niro kynnir e-Niro

De Niro kynnir e-Niro Stórleikarinn Robert De Niro verður sérlegur sendiherra hins nýja rafbíls Kia e-Niro og mun auglýsa hann og kynna á næstu vikum og mánuðum. Kia e-Niro verður í sviðljósinu á Alþjóðlegu bílasýningunni í París. Kia verður með margt annað spennandi í gangi á sýningunni.


Mitsubishi frumsýnir nýjan Outlander PHEV
28. september 2018

Mitsubishi frumsýnir nýjan Outlander PHEV

Mitsubishi frumsýnir nýjan Outlander PHEV Laugardaginn 29. september frumsýnir HEKLA nýjan og enn betri Mitsubishi Outlander PHEV. Sýningin er haldin í Mitsubishi-salnum að Laugavegi 170 – 174 og stendur milli klukkan 12 og 16.


Daimler fjárfestir í Proterra
25. september 2018

Daimler fjárfestir í Proterra

Daimler fjárfestir í Proterra Atvinnubíladeild Daimler, sem framleiðir Mercedes-Benz atvinnubíla, hefur fjárfest í bandaríska fyrirtækinu Proterra. Þetta var tilkynnt á IAA atvinnubílasýningunni í Hannover fyrir stuttu. Proterra er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu rafmagnsstrætisvagna. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er með höfuðstöðvar í Greenville í Suður-Kaliforníu. Fyrirtækið hefur náð miklum árangri í framleiðslu á rafknúnum strætisvögnum.


Nissan e-NV200 er einn hentugasti rafknúni borgarsendibíllinn
19. september 2018

Nissan e-NV200 er einn hentugasti rafknúni borgarsendibíllinn

Nissan e-NV200 er einn hentugasti rafknúni borgarsendibíllinn Nissan kynnir á atvinnutækjasýningunni í Hannover, sem hefst á föstudag, rafknúna fjölnota sendibílinn e-NV200 sem fengið hefur nýja og öflugri 40kWh rafhlöðu sem dregur allt að 60% lengra en fyrri kynslóð. Nýja rafhlaðan gerir kleift að aka bílnum um 200 km í blönduðum akstri innan og utan þéttbýlis samkvæmt nýja mælistaðlinum WLTP og allt að 300 km í borgarakstri eingöngu áður en hlaða þarf að nýju.


Rafbíllinn Kia e-Niro verður frumsýndur í París
19. september 2018

Rafbíllinn Kia e-Niro verður frumsýndur í París

Rafbíllinn Kia e-Niro verður frumsýndur í París Kia mun frumsýna nýjasta rafbíl fyrirtækisins Kia e-Niro á bílasýningunni í París í byrjun október. Þetta er ný útgáfa af Kia Niro sem fæst nú þegar í Hybrid og Plug-in Hybrid útfærslum. Þessi nýjasta útfærsla Kia e-Niro er með engum útblæstri enda um hreinan rafbíl að ræða.