Fréttir

FRÉTTATILKYNNING: BRIMBORG 50 ÁR í BÍLGREININNI
13. febrúar 2014

FRÉTTATILKYNNING: BRIMBORG 50 ÁR í BÍLGREININNI

Árið 2014 markar merkileg tímamót í sögu Brimborgar því fyrirtækið fagnar 50 árum í bílgreininni en upphaf félagsins var bílaverkstæðið Ventill sem var stofnað árið 1964 af aðaleiganda Brimborgar.


Sver sig í ættina
12. febrúar 2014

Sver sig í ættina

Ford Explorer er án efa einn vinsælasti sportjeppi sem sögur fara af, allavega vestan Atlantsála.


Bílasölur í Bílgreinasambandinu kanna veðbönd
10. febrúar 2014

Bílasölur í Bílgreinasambandinu kanna veðbönd

Bílgreinasambandið hvetur fólk til að kynna sér bílasala við kaup á notuðum bílum. Í frétt hér fyrr í dag var greint frá að alltof algengt væri að bílar gengju kaupum og sölum sem hefðu á sér veðbönd sem leitt gæti til þess að nýir eigendur þeirra ættu á hættu að bílar þeirra yrðu teknir uppí veð. Í tilefni þess sendi Bílgreinasambandið frá sér eftirfarandi skilaboð.


Úrval bíla sýnt í Chicago
10. febrúar 2014

Úrval bíla sýnt í Chicago

Bílasýningin árlega í Chicago var opnuð almenningi um helgina. Er það í 106. sinn sem hún er haldin. Um er að ræða stærstu bílasýninguna í Bandaríkjunum ár hvert - og þá elstu en sýningin var fyrst haldin árið 1901.


Bílaumboðið Askja frumsýnir nýjan Mercedes-Benz S-Class:
07. febrúar 2014

Bílaumboðið Askja frumsýnir nýjan Mercedes-Benz S-Class:

Hátæknivæddur lúxusbíll Nýr Mercedes-Benz S-Class verður frumsýndur í Bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardag kl. 12-16. Margir hafa beðið með óþreyju eftir að bera þennan umtalaða og glæsilega lúxusbíl augum. S-Class hefur ávallt verið flaggskip þýska lúxusbílaframleiðandans en nýja kynslóð bílsins er afar hátæknivædd og búin því besta í þægindum, öryggi og tækni sem fyrirfinnst í bílum í dag.


Uppfærsla á BMW X3
07. febrúar 2014

Uppfærsla á BMW X3

Núverandi kynslóð BMW X3 jepplingsins er frá árinu 2010 og því kominn tími á andlitslyftingu bílsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum heldur lítillegar en góðar útlitsbreytingar.


Opinber stuðningur ýtir undir bílasölu á Spáni
05. febrúar 2014

Opinber stuðningur ýtir undir bílasölu á Spáni

Bílasala á Spáni jókst um 8% í nýliðnum janúar og er það mestu að þakka sérstökum aðgerðum stjórnvalda sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á bílasölu á Spáni síðustu mánuði, að sögn spænska bílgreinasambandsins, Anfac.


Toyota fimmfaldar hagnað
05. febrúar 2014

Toyota fimmfaldar hagnað

Vel gekk hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður af rekstri fimmfaldaðist á tímabilinu og er það helst að þakka lækkandi gengi japanska yensins.


"Lítilmagni" kveður sér hljóðs
04. febrúar 2014

"Lítilmagni" kveður sér hljóðs

Það er ávallt hluti upplifunarinnar við Super Bowl, úrslitaleikinn í ameríska ruðningnum, að sjá hvaða fyrirtæki hafa keypt sér auglýsingu til að sýna í leikhléi. Mínúturnar kosta fúlgur fjár og því ekki á færi hvaða sjoppu sem er að festa sér birtingu á þessum vettvangi. Fyrir bragðið er jafnan vandað til verka og ekkert til sparað til að gera hverja auglýsingu sem glæsilegasta.


Mercedes-Benz S og G bílar ársins hjá Auto Motor und Sport
04. febrúar 2014

Mercedes-Benz S og G bílar ársins hjá Auto Motor und Sport

Mercedes-Benz S-línan og hinn goðsagnakenndi Mercedes Benz G-jeppi hafa verið valdir bestu bílar ársins 2014, hvor í sínum flokki. Þetta voru niðurstöður í vali lesenda þýska tímaritsins „Auto Motor und Sport“. Báðir bílarnir hafa því hlotið sæmdarheitið „Besti bíll ársins 2014“.