Fréttir

Euro NCAP gefur nýjum Santa Fe 5 öryggisstjörnur
07. desember 2018

Euro NCAP gefur nýjum Santa Fe 5 öryggisstjörnur

Ný kynslóð Hyundai Santa Fe, sem nýlega var kynntur hér á landi, hefur hlotið fullt hús öryggisstiga, 5 stjörnur, hjá evrópsku öryggisstofnuninni Euro NCAP (European New Car Assessment Programme).


Aðventuboð Mercedes-Benz
07. desember 2018

Aðventuboð Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja verður með aðventuboð Mercedes-Benz nk. laugardag 8. desember kl. 12-16. Boðið verður upp á valda Mercedes-Benz bíla á sérstökum kjörum og með hverjum bíl fylgir veglegur aukahlutapakki.


Ný kynslóð Range Rover Evoque frumsýnd í London
28. nóvember 2018

Ný kynslóð Range Rover Evoque frumsýnd í London

Jaguar land Rover svipti sl. fimmtudag hulunni af nýrri kynslóð hins vinsæla Range Rover Evoque sem árið 2010, þegar bíllinn kom fyrst fram, umbylti skilgreiningu bílgreinarinnar á hönnum jepplinga í lúxusflokki. Von er á nýrri kynslóð Evoque til BL á komandi vormánuðum 2019.


HEKLA er framúrskarandi fyrirtæki
16. nóvember 2018

HEKLA er framúrskarandi fyrirtæki

HEKLA hf. tók á dögunum við viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018 en þetta er annað árið í röð sem Hekla tekur á móti þessari viðurkenningu.


Nýr Kia e-Soul frumsýndur í LA
15. nóvember 2018

Nýr Kia e-Soul frumsýndur í LA

Nýr Kia e-Soul rafbíll verður frumsýndur á Bílasýningunni í Los Angeles síðar í mánuðinum. Ný kynslóð e-Soul verður talsvert breytt í hönnun sem og aksturseiginleikum frá núverandi rafbíl Soul EV.


Piparkökuakstur
15. nóvember 2018

Piparkökuakstur

Næstkomandi laugardag, 17. nóvember verður tekið forskot á jólastemmninguna hjá Toyota Kauptúni frá kl. 12 til 16. Boðið verður upp á piparkökuakstur þar sem RAV4 verður á sérstöku sýningartilboði, aðrir bílar á góðum kjörum og ljúffengar piparkökur verða á boðstólum.


Jeppasýning Mercedes-Benz
09. nóvember 2018

Jeppasýning Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja býður til sérstakrar Mercedes-Benz jeppasýningar nk. laugardag kl. 12-16.


Nissan miðlar orku inn á þýska raforkukerfið
06. nóvember 2018

Nissan miðlar orku inn á þýska raforkukerfið

Sem umfangsmikil aflstöð fyrir raforku uppfyllir Nissan Leaf, fyrstur rafbíla, nú skilyrði þýsku orkustofnunarinnar German Transmission System Operator (TSO) til að mega miðla (selja) raforku inn á grunnraforkukerfið þar í landi. Þetta eru mikil tímamót í samgöngu- og raforkumálum sem hefjast í borginni Hagen, skammt frá Dortmund, þegar miðlun grænnar orku Leaf hefst inn á kerfið. Forsenda þess er að Leaf uppfyllir ströng ákvæði laga um raforkusala.


20 nýir Outlander PHEV afhentir á einu bretti
02. nóvember 2018

20 nýir Outlander PHEV afhentir á einu bretti

Nýr og enn betri Mitsubishi Outlander PHEV var frumsýndur í lok september og síðustu helgi var fyrsta sendingin afhent á einu bretti í sýningarsal Mitsubishi við hátíðlegt tilefni.


Vetrardagar á Sævarhöfða og 400 hestafla rafbíll Jaguar við Hestháls
02. nóvember 2018

Vetrardagar á Sævarhöfða og 400 hestafla rafbíll Jaguar við Hestháls

Það verður mikið um að vera hjá BL á morgun, laugardaginn 3. nóvember milli kl. 12 og 16. Við Sævarhöfða verður sannkölluð vetrarveisla með sértilboðum og kaupaukum með nýjum bílum og á Hesthálsi kynnir fyrirtækið hinn nýja 400 hestafla og fjórhjóladrifna rafbíl, Jaguar I-PACE, þar sem áhugasamir geta m.a. bókað tíma í reynsluakstur.