Fréttir

Piparkökuakstur
15. nóvember 2018

Piparkökuakstur

Næstkomandi laugardag, 17. nóvember verður tekið forskot á jólastemmninguna hjá Toyota Kauptúni frá kl. 12 til 16. Boðið verður upp á piparkökuakstur þar sem RAV4 verður á sérstöku sýningartilboði, aðrir bílar á góðum kjörum og ljúffengar piparkökur verða á boðstólum.


Jeppasýning Mercedes-Benz
09. nóvember 2018

Jeppasýning Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja býður til sérstakrar Mercedes-Benz jeppasýningar nk. laugardag kl. 12-16.


Nissan miðlar orku inn á þýska raforkukerfið
06. nóvember 2018

Nissan miðlar orku inn á þýska raforkukerfið

Sem umfangsmikil aflstöð fyrir raforku uppfyllir Nissan Leaf, fyrstur rafbíla, nú skilyrði þýsku orkustofnunarinnar German Transmission System Operator (TSO) til að mega miðla (selja) raforku inn á grunnraforkukerfið þar í landi. Þetta eru mikil tímamót í samgöngu- og raforkumálum sem hefjast í borginni Hagen, skammt frá Dortmund, þegar miðlun grænnar orku Leaf hefst inn á kerfið. Forsenda þess er að Leaf uppfyllir ströng ákvæði laga um raforkusala.


20 nýir Outlander PHEV afhentir á einu bretti
02. nóvember 2018

20 nýir Outlander PHEV afhentir á einu bretti

Nýr og enn betri Mitsubishi Outlander PHEV var frumsýndur í lok september og síðustu helgi var fyrsta sendingin afhent á einu bretti í sýningarsal Mitsubishi við hátíðlegt tilefni.


Vetrardagar á Sævarhöfða og 400 hestafla rafbíll Jaguar við Hestháls
02. nóvember 2018

Vetrardagar á Sævarhöfða og 400 hestafla rafbíll Jaguar við Hestháls

Það verður mikið um að vera hjá BL á morgun, laugardaginn 3. nóvember milli kl. 12 og 16. Við Sævarhöfða verður sannkölluð vetrarveisla með sértilboðum og kaupaukum með nýjum bílum og á Hesthálsi kynnir fyrirtækið hinn nýja 400 hestafla og fjórhjóladrifna rafbíl, Jaguar I-PACE, þar sem áhugasamir geta m.a. bókað tíma í reynsluakstur.


Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn 3. nóvember.
02. nóvember 2018

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn 3. nóvember.

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Focus á laugardaginn 3. nóv milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Ford við Bíldshöfða 6 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Alveg nýr Ford Focus er sá allra glæsilegasti Ford Focus bíllinn til þessa og hefur fengið frábæra dóma út um allan heim.


Ríflega 64% allra nýrra HEKLU bíla sem seldir eru til einstaklinga eru vistvænir!
16. október 2018

Ríflega 64% allra nýrra HEKLU bíla sem seldir eru til einstaklinga eru vistvænir!

Hekla hefur síðustu misseri verið annað stærsta bílaumboðið þegar kemur að sölu til einstaklinga með tæp 22% markaðshlutdeild. Ríflega 64% allra nýrra bíla sem Hekla hefur selt til einstaklinga það sem af er ári hafa verið vistvænir. Þetta er áhugaverð þróun sem sýnir gríðarlegan áhuga neytenda á vistvænum möguleikum þegar kemur að bílakaupum.


Nýr Kia Ceed Sportswagon kynntur til leiks
10. október 2018

Nýr Kia Ceed Sportswagon kynntur til leiks

Nýr Kia Ceed Sportswagon kynntur til leiks Nýr Kia Ceed Sportswagon verður kynntur til leiks hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Sportswagon er í langbaksútfærslu en hinn hefðbundni Ceed í hlaðbaksútfærslu en hann var kosinn Bíll ársins í flokki minni fólksbíla hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna á dögunum.


Laugardaginn 6. október verður glæsileg októberfest sýning hjá söluaðilum Toyota um allt land.
05. október 2018

Laugardaginn 6. október verður glæsileg októberfest sýning hjá söluaðilum Toyota um allt land.

Á sýningunni verða sértilboð á öllum nýjum Hybrid bílum, sérstakur vetrarpakki fylgir með völdum bílum, lúxuspakki fylgir með RAV4 og hinn sívinsæli Invincible-pakki fylgir með Hilux. Gestum verður boðið að smakka á Bradwurst-pylsum og sérbökuðum saltkringlum. Opið er á laugardag hjá Toyota í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi frá klukkan 12.00 til 16.00


Einstakur lúxus í Renault EZ-ULTIMO concept í París
03. október 2018

Einstakur lúxus í Renault EZ-ULTIMO concept í París

Einstakur lúxus í Renault EZ-ULTIMO concept í París Á bílasýningunni í París sýnir Renault hugmyndabílinn EZ-ULTIMO, alsjálfvirkan, nettengdan og rafknúinn „leigubíl“ í lúxusflokki sem er hugsaður fyrir viðskiptavini sem velja fágætisþjónustu og einstaka upplifun á stórborgarsvæðum. Bíllinn er mannlaus og kemur sjálfur á pantaðan áfangastað. Hugmyndin er að bíllinn sinni þjónustu í einkaferðum sem tekið geta um klukkustund eða heilan dag á ferð milli mismunandi áfangastaða, hvort sem er með einstaklinga, lítinn hóp eða viðskiptavini fyrirtækja sem kaupa þjónustuna sérstaklega fyrir verðmæta viðskiptavini sína.