Fréttir


Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið
03. apríl 2014

Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið

Formaður Bílgreinasambandsins sleit vel heppnuðum aðalfundi sambandsins um kl. 17:30 í dag. Á undan aðalfundi voru sérgreinafundir sem hófust kl. 14:00 þar sem aðilar úr málningar og réttingageiranum, verkstæðisgeiranum, sölugeiranum og varahlutageiranum hittust og hlýddu á fróðleg og skemmtileg erindi sem Opni háskólinn í Reykjavík hélt. Á eftir þeim voru sérmál greinanna rætt.


Aðalfundur Bílgreinasambandsins
03. apríl 2014

Aðalfundur Bílgreinasambandsins

Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn í dag á Hótel Natura. Á undan aðalfundi verða haldnir sérgreinafundir sérsviða Bílgreinasambandsins en þar verða ma. Áhugaverðir fyrirlestrar sem Opni háskólinn í Reykjavík sér um.Bílabúð Benna tekur við Opel umboðinu
01. apríl 2014

Bílabúð Benna tekur við Opel umboðinu

Bílabúð Benna hefur í samstarfi við General Motors (GM), framleiðanda Opel og Chevrolet, komist að samkomulagi um að Bílabúð Benna taki við umboði fyrir Opel á Íslandi.


Skylt að kveikja á ökuljósum
31. mars 2014

Skylt að kveikja á ökuljósum

Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa hvetja ökumenn til að gæta þess að ökuljós séu kveikt. „Það er nokkuð áberandi að eigendur nýrra bíla sem búnir eru dagljósabúnaði haldi að með þeim búnaði kvikni á öllum ökuljósum og þ.m.t. ljósum að aftan en í mörgum tilfellum er það ekki raunin,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.


Brimborg með nýja heimasíðu
28. mars 2014

Brimborg með nýja heimasíðu

Nýr vefur www.brimborg.is fór í loftið í vikunni. Lögð var áhersla á skýrleika í framsetningu og ítarlegt efni um bíla og þá þjónustu sem Brimborgar hefur upp á að bjóða.


Sendibíll ársins 2014 frumsýndur í Brimborg
28. mars 2014

Sendibíll ársins 2014 frumsýndur í Brimborg

Brimborg frumsýnir Ford Transit Connect, sendibíl ársins 2014, á morgun, laugardag frá kl. 12 til 16. Ford er fyrsti framleiðandinn sem hefur hlotið þessi verðlaun tvö ár í röð.


Renault Captur með notagildið á hreinu
27. mars 2014

Renault Captur með notagildið á hreinu

Hvað kallar maður framdrifinn bíl sem er eins konar blanda smábíls og jepplings? Smájepplingur lýsir því ekki nógu vel því að orðið inniheldur tvær myndir fyrir smæð sem þessi bíll er alls ekki.


Rafmagnsstrætó kemur vel út í Kaupmannahöfn
25. mars 2014

Rafmagnsstrætó kemur vel út í Kaupmannahöfn

Frá því í byrjun janúarmánaðar hafa tveir kínverskir strætisvagnar af tegundinni BYD verið í fullri notkun innan leiðakerfis strætisvagna Stór-Kaupmannahafnar. Reynslan af þeim er samkvæmt frétt FDM góð og það virðast engin sérstök vandamál fylgja þeim og þeir sagðir komast auðveldlega í gegn um vinnudaginn á einni og sömu rafhleðslunni.