Fréttir

Bættar upplýsingar úr ökutækjaskrá á raunverd.is
04. apríl 2019

Bættar upplýsingar úr ökutækjaskrá á raunverd.is

Á vefsíðunni www.raunverd.is hafa upplýsingar úr ökutækjaskrá nú verið útvíkkaðar þannig að þar má sjá m.a. eigendaferil, umráðaferil og skoðunarferil (með kílómetrastöðum) á öllum bifreiðum.


Volvo V60 Cross Country AWD - frumsýning
04. apríl 2019

Volvo V60 Cross Country AWD - frumsýning

Brimborg frumsýnir Volvo V60 Cross Country, laugardaginn 6. apríl 2019. Bíll sem beðið hefur verið eftir, lúxus fjölskyldubíll sem fer með þér í ævintýri.


Nýr Citroën C5 Aircross SUV frumsýndur
04. apríl 2019

Nýr Citroën C5 Aircross SUV frumsýndur

BRIMBORG frumsýnir nýjan C5 Aircross SUV jeppa laugardaginn 6. apríl næstkomandi. Þetta er tímamótabíll í sögu Citroën, magnaður lúxus með meiriháttar nýjungar.


Mercedes-Benz jeppasýning
04. apríl 2019

Mercedes-Benz jeppasýning

Páskarnir eru á næsta leyti og ekki seinna vænna en að huga að ferðalaginu. Bílaumboðið Askja mun nk. laugardag halda Mercedes-Benz jeppasýningu þar sem boðið verður upp á ýmis tilboð á völdum vörum.


Kia e-Niro frumsýndur
13. mars 2019

Kia e-Niro frumsýndur

Bílaumboðið Askja frumsýnir rafbílinn Kia e-Niro nk. laugardag klukkan 12-16 í nýjum húsakynnum Kia að Krókhálsi 13. Þetta er ný útgáfa af Kia Niro sem fæst nú þegar í Hybrid og Plug-in Hybrid útfærslum. Þessi nýjasta útfærsla Kia e-Niro er 100% hreinn rafbíll og hefur því engan útblástur.


Vefveisla HEKLU
07. mars 2019

Vefveisla HEKLU

HEKLA hefur opnað nýja vefverslun, www.hekla.is/vefverslun og af því tilefni verður blásið til heljarinnar veislu laugardaginn 9. mars milli klukkan 12 og 16 á Laugavegi 170-174 sem og hjá HEKLU notuðum bílum að Kletthálsi 16.


Nýr og tæknivæddur B-Class.
06. mars 2019

Nýr og tæknivæddur B-Class.

Ný kynslóð Mercedes-Benz B-Class verður frumsýnd hjá Öskju nk. laugardag 9. mars. Hér er um að ræða mjög breyttan bíl frá forveranum bæði í útliti og eins tækninýjungum.


Langdrægur Kia e-Soul kynntur í Genf
05. mars 2019

Langdrægur Kia e-Soul kynntur í Genf

Nýr Kia e-Soul rafbíll verður kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í mars, en það er 100% rafbíll og hefur því engan útblástur. Þá er hann aflmeiri en forverinn enda með nýjustu gerð af rafhlöðu sem gefur meira afl og endingu.


Uppfletting í ökutækjaskrá á raunverd.is
26. febrúar 2019

Uppfletting í ökutækjaskrá á raunverd.is

Samkvæmt sameiginlegri fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Samtökum ferðaþjónustunnar, Neytendasamtökunum og Samgöngustofu, hyggst Bílgreinasambandið útvíkka þær upplýsingar sem almenningur getur sótt um einstakar bifreiðar úr ökutækjaskrá á vefsíðunni raunverd.is, sem Bílgreinasambandið á og rekur.


Rafbílasýning Hyundai á Íslandi
15. febrúar 2019

Rafbílasýning Hyundai á Íslandi

Hyundai á Íslandi heldur sérstaka rafbílasýningu á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 16 þar sem vetnisbíllinn Nexo verður meðal annars frumsýndur. Í sýningarsalnum verða auk Nexo, Kona EV, Ioniq EV og tengiltvinnbíllinn Ioniq Plug in Hybrid og verða þrír síðast nefndu bílarnir jafnframt til taks í reynsluakstur. Á sýningunni býðst áhugasömum gestum að skrá sig í reynsluakstur á Nexo eftir helgi, en frumsýningarbíllinn er sá eini sem kominn er til landsins.