Fréttir

MITSUBISHI BÝÐUR TIL 100 ÁRA AFMÆLISVEISLU!
26. október 2017

MITSUBISHI BÝÐUR TIL 100 ÁRA AFMÆLISVEISLU!

Mitsubishi fagnar aldarafmæli og býður til veislu laugardaginn 28. október frá 12.00 til 16.00.Mikið hefur verið um að vera á árinu í tilefni aldarafmælisins og Mitsubishi hefur boðið upp á sérstakt afmælistilboð á öllum nýjum bílum. Það er óhætt að segja að það uppátæki hafi slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni og væntingar hafa farið fram úr björtustu vonum. Þannig hafa 390 Mitsubishi Outlander PHEV selst það sem af er árs og Sport útfærslan seldist hreinlega upp. Í staðinn hafa bæst við tvær útfærslur af þessum umhverfisvæna tengiltvinnbíl; Outlander PHEV Invite og Invite +.


Vel heppnaður haustfundur BGS á Akureyri um liðna helgi
23. október 2017

Vel heppnaður haustfundur BGS á Akureyri um liðna helgi

Haustfundur BGS var haldinn á Akureyri um liðna helgi. Um 100 manns mættu á samkomuna sem tókst frábærlega. Hátíðin hófst í nýju og glæsilegu verkstæði hjá Kraftbílum en þeir voru að taka í notkun nýtt húsnæði sem sérhannað er til að gera við stóra bíla og vinnuvélar. Veitingarnar voru ekki að verri endanum eða hreindýr, konfekt og aðrar góðar veigar.


Toyota kynn­ir lúxusvetn­is­bíl
20. október 2017

Toyota kynn­ir lúxusvetn­is­bíl

Toyota hef­ur birt mynd af nýj­um hug­mynda­bíl sem fyr­ir­tækið mæt­ir með til leiks á bíla­sýn­ing­unni ár­legu í Tókýó sem hefst í næstu viku. Fine-Com­fort Ride heit­ir grip­ur­inn og er vetnis­knú­inn lúx­us­bíll. Hann er sagður einkar rúm­góður og til marks um hvaða stefnu Toyota ætli að taka í fram­leiðslu lúx­us­bíla. Hann er nokkuð óvenju­leg­ur í lag­inu og nær íveru­klef­inn nán­ast stafna á milli, þökk sé vetn­is­vél­inni.


Tesla seg­ir hundruð starfs­manna upp
16. október 2017

Tesla seg­ir hundruð starfs­manna upp

Banda­ríski raf­bíla­smiður­inn á ekki sjö dag­ana sæla um þess­ar mund­ir. Vegna gríðarlegra tafa við smíði nýj­asta bíls­ins, Model 3, valda þessu og út­lit þykir fyr­ir að af­köst­in auk­ist ekki al­veg í bráð.


Hér eru all­ir í stuði - bók­staf­lega
10. október 2017

Hér eru all­ir í stuði - bók­staf­lega

Veg­ur suðurkór­eska bíla­fram­leiðand­ans Kia held­ur áfram að vaxa, er­lend­is sem hér­lend­is, og nú er svo komið að merkið er í hópi þeirra allra vin­sæl­ustu hér á landi. Það kem­ur út af fyr­ir sig ekki á óvart því bíl­arn­ir eru fal­leg­ir ásýnd­um, þétt­ir og góðir á vegi og velflest­ir skemmti­leg­ir í akstri.



Glitur fær vottun frá Mercedes-Benz
26. september 2017

Glitur fær vottun frá Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja hefur gert samning við Glitur bílamálun og réttingar á Suðurlandsbraut. Glitur hefur nú fengið vottun sem viðurkennt málningar- og réttingarverkstæði fyrir Mercedes-Benz bíla.


Renault-Nissan stærsti bílaframleiðandi heims á fyrri helmingi ársins
22. september 2017

Renault-Nissan stærsti bílaframleiðandi heims á fyrri helmingi ársins

Það er ekki lengur Volkswagen eða Toyota sem framleiða flesta bíla á heimsvísu, heldur Renault-Nissan, en sala Mitsubishi bíla telst nú með sölu Renault-Nissan eftir að fyrirtækið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi. Renault-Nissan seldi 5,27 milljón bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og sló með því við bæði Volkswagen eða Toyota. Búist er við því að heildarsala Renault-Nissan á árinu verði 10,5 milljón bílar og með því mun fyrirtækið örugglega verða söluhæsti bílaframleiðandi heims á ár.


Nýr Nissan Leaf til Íslands í apríl
20. september 2017

Nýr Nissan Leaf til Íslands í apríl

Nis­s­an hef­ur svipt hul­unni af nýrri kyn­slóð mest selda raf­magns­bíls heims, Nis­s­an Leaf, sem vænt­an­leg­ur er á markað í Evr­ópu á næsta ári. Von er á hon­um til Íslands í apríl nk.


Sýna á spil­in í Frankfurt
11. september 2017

Sýna á spil­in í Frankfurt

Samruni Opel og Vauxhall við frönsku bíla­sam­steyp­una PSA Peu­geot Citroen gekk end­an­lega í gegn fyr­ir rösk­um mánuði. Mun hið nýja fé­lag brátt veita inn­sýn í þær nýj­ung­ar sem fylgja munu kaup­um PSA á fyr­ir­tækj­um Gener­al Motors.