Fréttir

Spræk­ur og spenn­andi Yar­is
14. júní 2017

Spræk­ur og spenn­andi Yar­is

Það lif­ir í minn­inu sem gerst hefði í gær, þegar Toyota kynnti Yar­is-smá­bíl­inn árið 1999 og smá­bíla­markaður­inn varð ekki sam­ur aft­ur.Ekki svo að skilja að und­ir­ritaður hafi gripið and­ann á lofti og fært bíl­inn til bók­ar sem drauma­bíl, en það blasti engu að síður við að hér var kom­inn ákveðinn „leik­breyt­ir“ á sínu sviði, allt frá ný­stár­legu út­lit­inu (sem getið hef­ur af sér ótal eftir­ap­an­ir) til mæla­borðsins með ný­stár­lega hraðamæl­in­um sem reyndi ekki eins mikið á aug­un þegar horft var til skipt­is á veg­inn fram und­an og svo hraðann í mæla­borðinu. Allt um það, allt fram streym­ir og nýj­asta út­gáf­an af Yar­is er tals­vert langt frá þeim 18 ára gamla. Það sem var gott þá hef­ir batnað all­ar göt­ur síðan.


 Allsherjar Volkswagen veisla!
07. júní 2017

Allsherjar Volkswagen veisla!

Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum.


Rafmagnsbílar verða ódýrari en bílar með brunavélar innan áratugar
01. júní 2017

Rafmagnsbílar verða ódýrari en bílar með brunavélar innan áratugar

Áhersla flestra bílaframleiðenda þessi misserin er á framleiðslu rafmagnsbíla og slíkum bílum hefur fjölgað mjög hvort sem þeir eru tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Slíkir bílar hafa þó verið dýrari í framleiðslu og kaupum en hefbundnir brunabílar fram að þessu og verður svo í nokkur ár í viðbót.


Nokkuð um að bíl­um sé snúið við á hafn­ar­bakk­an­um
24. maí 2017

Nokkuð um að bíl­um sé snúið við á hafn­ar­bakk­an­um

„Fyrst og fremst er það stór­auk­inn inn­flutn­ing­ur öku­tækja sem hef­ur það í för með sér að biðtími eft­ir for­skrán­ing­um hef­ur lengst. Þann 30. apríl var búið að for­skrá rúm­lega 12.000 öku­tæki frá ára­mót­um, miðað við rúm­lega 9.000 í fyrra. Árið 2016 var hins veg­ar metár í Íslands­sög­unni hvað varðar for­skrán­ing­ar nýrra öku­tækja hér á landi.“


Ný Octa­via og Kodiaq frum­sýnd
17. maí 2017

Ný Octa­via og Kodiaq frum­sýnd

Skoda dag­ur­inn verður hald­inn hátíðleg­ur næst­kom­andi laug­ar­dag, 20. maí, milli klukk­an 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Lauga­veg 170 – 174. Auk nýrra bíla verður þar boðið upp á grillaðar pyls­ur, svala­drykki og and­lits­máln­ingu.


Grænu bílarnir eru hjá Heklu:
12. maí 2017

Grænu bílarnir eru hjá Heklu:

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi það sem af er árinu 2017 en 22% allra tengiltvinnbíla sem seldir voru hér á landi fyrstu fjóra mánuði ársins voru af þeirri tegund. Bíllinn er reyndar líka mest seldi bíllinn á Íslandi sem gengur fyrir rafmagni og geri aðrir betur.


Nýir Rio og Picanto frumsýndir
05. maí 2017

Nýir Rio og Picanto frumsýndir

Kia Rio er vinsælasti bíll sem Kia hefur framleitt frá upphafi. Ný kynslóð bílsins er mikið breytt frá forveranum bæði hvað varðar útlit og búnað. Straumlínulagaðar línur og kraftaleg umgjörð gefa bílnum fallegt heildaryfirbragð. Aksturseiginleikarnir eru sportlegir og skemmtilegir. Nýi bíllinn er vel búinn snjöllum tækninýjungum. Meðal staðalbúnaðar í bílnum má nefna Bluetooth, bakkmyndavél og bakkskynjara, hita í stýri og sætum og 5 tommu litaskjá í mælaborði. Nýr Kia Rio er einn sparneytnasti bíll í heimi og eyðir aðeins frá 3,8 lítrum


Öskrandi villiköttur mættur
02. maí 2017

Öskrandi villiköttur mættur

Það er ekki slæmt þegar bílamerkjunum fjölgar hér á landi að fá viðbót eins og Jaguar í flóruna, en nú hefur BL hafið innflutning á Jaguar bílum. Þetta teljast frábærar fréttir en í leiðinni rökrétt viðbót við bíla Land Rover þar sem Jaguar Land Rover er jú sami eini bílaframleiðandinn. Í upphafi býður BL fólksbílana Jaguar XE og XF og jeppann F-Pace og má búast við því að jeppinn verði þeirra vinsælastur, en bílar í stærðarflokki XE og XF eru ekki söluháir hér um þessar mundir, en jeppar seljast eins og heitar lummur.


Met í sölu hús­bíla í Svíþjóð
24. apríl 2017

Met í sölu hús­bíla í Svíþjóð

Aldrei hafa verið jafn marg­ir hús­bíl­ar skráðir í Svíþjóð og nú. Alls eru 87 þúsund hús­bíl­ar skráðir í land­inu og ný­skráðum hef­ur fjölgað um 22% milli ára. Í Svíþjóð er mesta fjölg­un hús­bíla í lönd­um inn­an Evr­ópu, seg­ir Tom­as Hag­lund við Aft­on­bla­det.


Björgunarsveitin Ársæll fær Mercedes-Benz bíla
19. apríl 2017

Björgunarsveitin Ársæll fær Mercedes-Benz bíla

Í lok síðasta árs tók Björgunarsveitin Ársæll þá ákvörðun að kaupa Mercedes-Benz Atego 4x4 bíl af Bílaumboðinu Öskju. Bílnum verður breytt í hópferðabíl í þeim tilgangi að flytja meðlimi sveitarinnar í útköll og til æfinga. Þar sem um umtalverða fjárfestingu er að ræða ákvað Bílaumboðið Askja að fá Daimler AG og Samskip í lið með sér og styrktu þessir aðilar kaup sveitarinnar á bílnum.